Víkingar kæmust í 960 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:31 Víkingar fögnuðu fræknum og sögulegum sigri gegn Panathinaikos fyrir viku. Hvað gerist í kvöld? Getty/Ville Vuorinen Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA. Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira