Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Fyrirliðinn Ioannidis knúsar Azzedine Ounahi, lánsmann frá Marseille. Báðir munu að líkindum byrja leik kvöldsins. Giorgos Arapekos/NurPhoto via Getty Images Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks. Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira