Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 22:01 Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi.