Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2025 22:22 Frá loðnuveiðum. Myndin er tekin um borð í Beiti NK í norðanverðum Faxaflóa. Sigurjón Ólason Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. Góðu fréttirnar eru þær hrygningarstofninn virðist vera heilbrigður og ætti að geta skilað góðri hrygningu á næstu vikum. Vondu fréttirnar eru þær að sáralítið er til skiptanna umfram það magn sem talið er æskilegt að vernda til hrygningar. Staðan var skýrð í fréttum Stöðvar 2. Hafrannsóknastofnun mælti með aðeins um 8.600 tonna kvóta. Af honum fá íslensk skip rúmlega helminginn, um 4.600 tonn, því Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn eiga einnig hlutdeild. Útgefinn loðnukvóti undanfarnar tíu vertíðir í samanburði við kvótann sem tilkynntur var í dag.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Á súluriti sést að þetta er í raun bara örkvóti í samanburði við þokkalegar loðnuvertíðir fyrri ára. Þetta er til dæmis bara eitt prósent af þeim kvóta sem var gefinn út fyrir þremur árum. En þetta er ekki alger loðnubrestur, eins og varð í fyrra, og einnig á árunum 2018 til 2020. Það stefndi í að núna yrði einnig loðnubrestur en síðasta loðnuleit, sem lauk í gær, skilaði því að það fannst viðbótarloðna úti fyrir Vestfjörðum og eins undan vestanverðu Norðurlandi. Þéttleiki loðnu, eins og hann mældist í nýafstaðinni loðnuleit dagana 8.-19. febrúar. Árni Friðriksson er sýndur ljósblár, Polar Ammassak grænn og Heimey rauð.Hafrannsóknastofnun Hrygningarloðnan gengur venjulega niður með Austfjörðum og svo vestur með suðurströndinni. Aðalgangan er núna talin vera undan Selvogi og styttist í að hún hrygni. En svo hafa stundum komið vestangöngur niður með Vestfjörðum og breytt miklu. Útgerðarmenn sem fréttastofan ræddi við síðdegis telja að það ætti að vera hægt að finna meiri loðnu. Þeir þrýsta á Hafrannsóknastofnun að leita betur og tala um sín á milli að skipuleggja eigin leit. Tæplega fimm þúsund tonna kvóti er það lítill að það er vart hægt að tala um alvöru loðnuvertíð. Algengt er að loðnuskip komi með um eða yfir eitt þúsund tonn að landi þannig að í raun dygði að tvö skip færu tvær veiðiferðir hvort til að veiða allan íslenska kvótann. Loðna í vinnslulínu hjá Brimi á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Ólíklegt verður að telja að loðnuverksmiðjur verði almennt ræstar fyrir þetta litla magn heldur muni sjávarútvegsfyrirtækin reyna að hámarka verðmætin með sem minnstum tilkostnaði. Má telja víst að öll loðnan fari til manneldis á verðmætustu markaði. Sennilegast er að mest af henni verði heilfryst fyrir Asíumarkaði, eins og Japan. Með þeim hætti áætla sérfróðir menn í greininni að þessi örkvóti gæti skilað yfir eins milljarðs króna útflutningstekjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Loðnuvertíð eftir allt saman Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða ráðgjöf upp veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 20. febrúar 2025 13:34 Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42 Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Góðu fréttirnar eru þær hrygningarstofninn virðist vera heilbrigður og ætti að geta skilað góðri hrygningu á næstu vikum. Vondu fréttirnar eru þær að sáralítið er til skiptanna umfram það magn sem talið er æskilegt að vernda til hrygningar. Staðan var skýrð í fréttum Stöðvar 2. Hafrannsóknastofnun mælti með aðeins um 8.600 tonna kvóta. Af honum fá íslensk skip rúmlega helminginn, um 4.600 tonn, því Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn eiga einnig hlutdeild. Útgefinn loðnukvóti undanfarnar tíu vertíðir í samanburði við kvótann sem tilkynntur var í dag.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Á súluriti sést að þetta er í raun bara örkvóti í samanburði við þokkalegar loðnuvertíðir fyrri ára. Þetta er til dæmis bara eitt prósent af þeim kvóta sem var gefinn út fyrir þremur árum. En þetta er ekki alger loðnubrestur, eins og varð í fyrra, og einnig á árunum 2018 til 2020. Það stefndi í að núna yrði einnig loðnubrestur en síðasta loðnuleit, sem lauk í gær, skilaði því að það fannst viðbótarloðna úti fyrir Vestfjörðum og eins undan vestanverðu Norðurlandi. Þéttleiki loðnu, eins og hann mældist í nýafstaðinni loðnuleit dagana 8.-19. febrúar. Árni Friðriksson er sýndur ljósblár, Polar Ammassak grænn og Heimey rauð.Hafrannsóknastofnun Hrygningarloðnan gengur venjulega niður með Austfjörðum og svo vestur með suðurströndinni. Aðalgangan er núna talin vera undan Selvogi og styttist í að hún hrygni. En svo hafa stundum komið vestangöngur niður með Vestfjörðum og breytt miklu. Útgerðarmenn sem fréttastofan ræddi við síðdegis telja að það ætti að vera hægt að finna meiri loðnu. Þeir þrýsta á Hafrannsóknastofnun að leita betur og tala um sín á milli að skipuleggja eigin leit. Tæplega fimm þúsund tonna kvóti er það lítill að það er vart hægt að tala um alvöru loðnuvertíð. Algengt er að loðnuskip komi með um eða yfir eitt þúsund tonn að landi þannig að í raun dygði að tvö skip færu tvær veiðiferðir hvort til að veiða allan íslenska kvótann. Loðna í vinnslulínu hjá Brimi á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Ólíklegt verður að telja að loðnuverksmiðjur verði almennt ræstar fyrir þetta litla magn heldur muni sjávarútvegsfyrirtækin reyna að hámarka verðmætin með sem minnstum tilkostnaði. Má telja víst að öll loðnan fari til manneldis á verðmætustu markaði. Sennilegast er að mest af henni verði heilfryst fyrir Asíumarkaði, eins og Japan. Með þeim hætti áætla sérfróðir menn í greininni að þessi örkvóti gæti skilað yfir eins milljarðs króna útflutningstekjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Loðnuvertíð eftir allt saman Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða ráðgjöf upp veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 20. febrúar 2025 13:34 Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42 Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Loðnuvertíð eftir allt saman Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða ráðgjöf upp veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 20. febrúar 2025 13:34
Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42
Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35