Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar 22. febrúar 2025 08:04 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar