Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar 21. febrúar 2025 12:15 Dómskerfið eða einstök mál í því eru sjaldan gagnrýnd. Sagt er að lögmenn forðist eins og heitan eldinn að gagnrýna dómara sem þeir eiga eftir að hitta í dómsal, jafnvel daginn eftir, þar sem þeir bera ábyrgð á hagsmunum skjólstæðings í óskyldu máli. Ég held að það sé út af fyrir sig rétt en að málið sé ekki svo einfalt. Ég held að bæði lögmenn og dómarar vilji ekki „rugga bátnum“ vegna þess sem þeir telja eigin hagsmuni. Þess vegna er reynt að þegja alla gagnrýni í hel. Mig grunar að þingmenn hafi hneigst til að láta löglærðum á Alþingi það eftir að taka ákvarðanir um frumvörp um meðferð dómsmála. Það hefur haft þær hrapallegu afleiðingar að þau voru ekki bara sérstaklega samin með hagsmuni stórfyrirtækja og yfirstéttarinnar að markmiði sem einkennir of mörg lög. Þau eru sérstaklega löguð að hagsmunum lögmanna og dómara þannig að lögmenn hafi sem mest upp úr sér og dómarar sem frjálsastar hendur um dóma og úrskurði. Þar með er sagan þó ekki öll. Reglan er að blaða- og fréttamenn gagnrýna ekki vinnubrögðin á Alþingi og í dómskerfinu þrátt fyrir að þar sé að stundum að finna mestu hroð-virkni sem þekkist hér á landi. Dómarar geta haft mjög frjálsar hendur um dóma með því að geta einungis þeirra röksemda og sannana í dómsforsendum sem styðja dómsúrskurðinn en sleppa þar röksemdum og sönnunum sem mæla honum í mót. Lögmenn hafa sagt mér að með þessu brjóti dómarar lög. Hins vegar er augljóst að þau lög þurfa að vera mun skarpari og hafa meiri eftirköst séu þau brotin. Umfangsmikið dæmi um það hvernig lögmenn geti haft sem mest upp úr sér er að þeir geta ráðið því innan víðra marka hve dýrt dómsmálið, sem þeir eiga aðild að, verður með því að þenja það sem allra mest út. Þar af leiðandi ráða þeir miklu um hve mikið þeir fá í sinn hlut og einnig hve miklar tekjur lögmaður hins aðilans verða af málinu. Hvatningin í kerfinu er þannig að gera dómsmál sem dýrust. Þeir hafa um leið áhrif á hve mikil vinna dómara verður og þar með hve mikill kostnað-ur ríkisins verður. Þeir hafa þannig furðu frjálsan aðgang að ríkiskassanum. Þetta er nánar útskýrt á ýmsan hátt bæði í bók minni sem ber heitið Réttlæti hins sterka og einnig í fyrri greinaskrifum hér í Vísi. Hagsæld lögmanna af ofangreindu takmarkast reyndar að verulegu leyti við þá elstu og reyndustu sem hafa komið sér einna best fyrir á langri starfsævi, ekki síst þá sem hófu sinn starfsferil upp úr 1970. Lög og lagaumhverfi og þar með dómar og dómsúrskurðir miðast einkum við það þjóðfélag sem þá var enn við lýði en er nú að mestu horfið. Hinir eldri lögmenn kunna nánast eðlislægt betur á það en yngri lögmenn. Mér virðist þeir vera aðal talsmenn lögmanna og vilja af skiljanlegum ástæðum þagga niður alla umræðu um breytingar á því sem gerir þá betri en aðra. Í dómsmálum eins og í öðrum rekstri ríkir lögmál framboðs og eftirspurnar. Ofangreint kerfi leiðir til mikils kostnaðar og þar með til fækkunar mála þar sem almenningur hikar við að fara í mál en sættir sig frekar við orðinn hlut þótt það geti verið sárt að verða til dæmis fyrir miklu fjármunatapi. Ljóst er að hann hefur yfir-leitt ekki efni á því að taka á sig þann óheyrilega kostnað og þá miklu kostnaðaráhættu sem því fylgir. Þetta leiðir til þess að lítið er um hentug mál fyrir þá yngri í hópi lögmanna. Þeir verða annaðhvort að vinna hjá þeim eldri eða reyna að vinna sig upp af eigin rammleik megnið af starfsævinni sem ég held að hafi reynst mörgum erfitt. Einkum eru það hinir yngri lögmenn sem reka svokallaðar gjafsóknir, aðstoða hælisleitendur og fleira í þeim dúr sem grónir lögmenn líta helst ekki við vegna þess að tekjur eru bæði minni og óöruggari. Það sem virðist vera að er að „gullgrafarahugsun“ virðist hafa yfirtekið lögmenn. Hún byggist á því að þeir verði að óbreyttu kannski á endanum moldríkir þrátt fyrir að líkurnar á því séu ekki miklar. Staðan í dómsmálunum minnir á þá daga þegar eingöngu voru til fataverslanir fyrir fína fólkið sem lýst var svo vel í sjónvarpsþáttunum Matador og Húsbændur og hjú. Almenningur varð að nota heimasaumuð föt. Svo fóru smám saman að koma fataverslanir sem voru hugsaðar fyrir almenning. Núna eru vissulega til fataverslanir ætlaðar fyrir þá sem hafa dýran smekk en einnig alls konar aðrar verslanir með alla hugsanlega sérhæfingu og með allar hugsanlegar útfærslur og verð. Eitthvað í þá áttina þarf að gerast í dómskerfinu. Til þess að svo verði þarf að breyta lagaumhverfi dómsmála. Meðal annars þurfa allir, eða sem flestir, sérdómstólar að verða hluti af dómstólakerfinu sjálfu, á þann hátt að minnsta kosti að dómari sitji í forsæti. Samfara því þarf að straumlínulaga rekstur dómskerfisins í heild. Núverandi dómskerfi byggist í raun einungis á því að verið sé að reka stór mál og hefur beinlínis skellt í lás gagnvart öllum hugmyndum og raunverulegum möguleikum fyrir yngri lögmenn þannig að þeir komast illa að. Dómsmál á ekki að taka jafnvel einhver ár að ljúka þótt það þjóni hagsmunum einhverra lögmanna að vera að vinna í því dreift á langan tíma svo að þeir geti tekið nógu mörg mál að sér sem veldur fjölda manns skaða auk ríkisins. Lögmenn eiga að grafa gullgrafarahugsunina en fara á hinn bóginn í þá vinnu að gera lögmennskuna að alls konar starfi á sama hátt og dómarar eiga að fara að hugsa sig við stjórnvölinn við úrlausn miklu víðtækari málaflokka, sérstaklega mála sem standa almenningi nærri. Núna er til eitthvað sem kalla mætti vísi að einhverju í þessa átt. Ýmsir sérdómstólar með afmörkuð hlutverk hafa verið stofnaðir til þess sérstaklega að sinna almenningi. Það sýnir hins vegar stöðu almennings að ekki er einu sinni gætt að því að þeir séu óvilhallir samkvæmt venjulegum reglum þjóðfélagsins þannig að um leið er um að ræða tækifæri til þess að gera dómskerfið réttlátara og skilvirkara. Til dæmis er til sérdómstóll sem sinnir tryggingamálum. Í honum sitja fulltrúar tryggingafélaganna sjálfra. Í úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands, sem mest fjallar um ágreiningsmál lögmanna og svokallaðra skjólstæðinga þeirra, sitja ein-göngu lögmenn. Hjá Landlækni rannsaka læknar einir hugsanleg mistök annarra lækna. Margir blaða- og fréttamenn setja hreinlega kíkinn fyrir blinda augað hvað varðar vinnubrögð Alþingis (sem ekki eru pólitísk) og dómskerfisins. Ekki virðist vera vilji til að gagnrýna dóma og dómskerfi. Sé þörf á því að veita stjórnmálamönnum aðhald, sem allir eru sammála um að eigi að gera, hvers vegna er þá ekki þörf á að veita almennri lagasetningu Alþingis og dómskerfinu aðhald. Hið bága ástand þessara stofnana í lagasetningu og dómum má kannski einmitt rekja til þess að því vanti einmitt þetta aðhald. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Lögmennska Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Dómskerfið eða einstök mál í því eru sjaldan gagnrýnd. Sagt er að lögmenn forðist eins og heitan eldinn að gagnrýna dómara sem þeir eiga eftir að hitta í dómsal, jafnvel daginn eftir, þar sem þeir bera ábyrgð á hagsmunum skjólstæðings í óskyldu máli. Ég held að það sé út af fyrir sig rétt en að málið sé ekki svo einfalt. Ég held að bæði lögmenn og dómarar vilji ekki „rugga bátnum“ vegna þess sem þeir telja eigin hagsmuni. Þess vegna er reynt að þegja alla gagnrýni í hel. Mig grunar að þingmenn hafi hneigst til að láta löglærðum á Alþingi það eftir að taka ákvarðanir um frumvörp um meðferð dómsmála. Það hefur haft þær hrapallegu afleiðingar að þau voru ekki bara sérstaklega samin með hagsmuni stórfyrirtækja og yfirstéttarinnar að markmiði sem einkennir of mörg lög. Þau eru sérstaklega löguð að hagsmunum lögmanna og dómara þannig að lögmenn hafi sem mest upp úr sér og dómarar sem frjálsastar hendur um dóma og úrskurði. Þar með er sagan þó ekki öll. Reglan er að blaða- og fréttamenn gagnrýna ekki vinnubrögðin á Alþingi og í dómskerfinu þrátt fyrir að þar sé að stundum að finna mestu hroð-virkni sem þekkist hér á landi. Dómarar geta haft mjög frjálsar hendur um dóma með því að geta einungis þeirra röksemda og sannana í dómsforsendum sem styðja dómsúrskurðinn en sleppa þar röksemdum og sönnunum sem mæla honum í mót. Lögmenn hafa sagt mér að með þessu brjóti dómarar lög. Hins vegar er augljóst að þau lög þurfa að vera mun skarpari og hafa meiri eftirköst séu þau brotin. Umfangsmikið dæmi um það hvernig lögmenn geti haft sem mest upp úr sér er að þeir geta ráðið því innan víðra marka hve dýrt dómsmálið, sem þeir eiga aðild að, verður með því að þenja það sem allra mest út. Þar af leiðandi ráða þeir miklu um hve mikið þeir fá í sinn hlut og einnig hve miklar tekjur lögmaður hins aðilans verða af málinu. Hvatningin í kerfinu er þannig að gera dómsmál sem dýrust. Þeir hafa um leið áhrif á hve mikil vinna dómara verður og þar með hve mikill kostnað-ur ríkisins verður. Þeir hafa þannig furðu frjálsan aðgang að ríkiskassanum. Þetta er nánar útskýrt á ýmsan hátt bæði í bók minni sem ber heitið Réttlæti hins sterka og einnig í fyrri greinaskrifum hér í Vísi. Hagsæld lögmanna af ofangreindu takmarkast reyndar að verulegu leyti við þá elstu og reyndustu sem hafa komið sér einna best fyrir á langri starfsævi, ekki síst þá sem hófu sinn starfsferil upp úr 1970. Lög og lagaumhverfi og þar með dómar og dómsúrskurðir miðast einkum við það þjóðfélag sem þá var enn við lýði en er nú að mestu horfið. Hinir eldri lögmenn kunna nánast eðlislægt betur á það en yngri lögmenn. Mér virðist þeir vera aðal talsmenn lögmanna og vilja af skiljanlegum ástæðum þagga niður alla umræðu um breytingar á því sem gerir þá betri en aðra. Í dómsmálum eins og í öðrum rekstri ríkir lögmál framboðs og eftirspurnar. Ofangreint kerfi leiðir til mikils kostnaðar og þar með til fækkunar mála þar sem almenningur hikar við að fara í mál en sættir sig frekar við orðinn hlut þótt það geti verið sárt að verða til dæmis fyrir miklu fjármunatapi. Ljóst er að hann hefur yfir-leitt ekki efni á því að taka á sig þann óheyrilega kostnað og þá miklu kostnaðaráhættu sem því fylgir. Þetta leiðir til þess að lítið er um hentug mál fyrir þá yngri í hópi lögmanna. Þeir verða annaðhvort að vinna hjá þeim eldri eða reyna að vinna sig upp af eigin rammleik megnið af starfsævinni sem ég held að hafi reynst mörgum erfitt. Einkum eru það hinir yngri lögmenn sem reka svokallaðar gjafsóknir, aðstoða hælisleitendur og fleira í þeim dúr sem grónir lögmenn líta helst ekki við vegna þess að tekjur eru bæði minni og óöruggari. Það sem virðist vera að er að „gullgrafarahugsun“ virðist hafa yfirtekið lögmenn. Hún byggist á því að þeir verði að óbreyttu kannski á endanum moldríkir þrátt fyrir að líkurnar á því séu ekki miklar. Staðan í dómsmálunum minnir á þá daga þegar eingöngu voru til fataverslanir fyrir fína fólkið sem lýst var svo vel í sjónvarpsþáttunum Matador og Húsbændur og hjú. Almenningur varð að nota heimasaumuð föt. Svo fóru smám saman að koma fataverslanir sem voru hugsaðar fyrir almenning. Núna eru vissulega til fataverslanir ætlaðar fyrir þá sem hafa dýran smekk en einnig alls konar aðrar verslanir með alla hugsanlega sérhæfingu og með allar hugsanlegar útfærslur og verð. Eitthvað í þá áttina þarf að gerast í dómskerfinu. Til þess að svo verði þarf að breyta lagaumhverfi dómsmála. Meðal annars þurfa allir, eða sem flestir, sérdómstólar að verða hluti af dómstólakerfinu sjálfu, á þann hátt að minnsta kosti að dómari sitji í forsæti. Samfara því þarf að straumlínulaga rekstur dómskerfisins í heild. Núverandi dómskerfi byggist í raun einungis á því að verið sé að reka stór mál og hefur beinlínis skellt í lás gagnvart öllum hugmyndum og raunverulegum möguleikum fyrir yngri lögmenn þannig að þeir komast illa að. Dómsmál á ekki að taka jafnvel einhver ár að ljúka þótt það þjóni hagsmunum einhverra lögmanna að vera að vinna í því dreift á langan tíma svo að þeir geti tekið nógu mörg mál að sér sem veldur fjölda manns skaða auk ríkisins. Lögmenn eiga að grafa gullgrafarahugsunina en fara á hinn bóginn í þá vinnu að gera lögmennskuna að alls konar starfi á sama hátt og dómarar eiga að fara að hugsa sig við stjórnvölinn við úrlausn miklu víðtækari málaflokka, sérstaklega mála sem standa almenningi nærri. Núna er til eitthvað sem kalla mætti vísi að einhverju í þessa átt. Ýmsir sérdómstólar með afmörkuð hlutverk hafa verið stofnaðir til þess sérstaklega að sinna almenningi. Það sýnir hins vegar stöðu almennings að ekki er einu sinni gætt að því að þeir séu óvilhallir samkvæmt venjulegum reglum þjóðfélagsins þannig að um leið er um að ræða tækifæri til þess að gera dómskerfið réttlátara og skilvirkara. Til dæmis er til sérdómstóll sem sinnir tryggingamálum. Í honum sitja fulltrúar tryggingafélaganna sjálfra. Í úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands, sem mest fjallar um ágreiningsmál lögmanna og svokallaðra skjólstæðinga þeirra, sitja ein-göngu lögmenn. Hjá Landlækni rannsaka læknar einir hugsanleg mistök annarra lækna. Margir blaða- og fréttamenn setja hreinlega kíkinn fyrir blinda augað hvað varðar vinnubrögð Alþingis (sem ekki eru pólitísk) og dómskerfisins. Ekki virðist vera vilji til að gagnrýna dóma og dómskerfi. Sé þörf á því að veita stjórnmálamönnum aðhald, sem allir eru sammála um að eigi að gera, hvers vegna er þá ekki þörf á að veita almennri lagasetningu Alþingis og dómskerfinu aðhald. Hið bága ástand þessara stofnana í lagasetningu og dómum má kannski einmitt rekja til þess að því vanti einmitt þetta aðhald. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun