Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2025 22:32 Tryggvi Helgason læknir starfar á Barnaspítala Hringsins. Hann segir áhyggjuefni hversu mörg börn taka melatónín hér á landi. Vísir/Bjarni Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. Landlæknisembættið heldur utan um notkun lyfja sem eru lyfseðilsskyld og sýna gögn embættisins að þeim fjölgaði sem fengu melatónín síðastliðinn áratug. Á síðasta ári fengur 252 börn fimm ára og yngri lyfið og 2.855 börn á aldrinum sex til sautján ára. Fyrir tveimur árum varð breyting sem mögulega hafði áhrif á tölurnar. Þá úrskurðaði Lyfjastofnun að melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag ætti að flokka sem fæðubótarefni í stað lyfs og því hægt að kaupa það í apótekum og matvöruverslunum. Mikilvægt að fylgjast með notkuninni Þannig er nú hægt að kaupa sprey, töflur og hlaup með melatónín í búðum hér á landi án lyfseðils. Magnið í einni töflu sem seld er inniheldur melatónín sem er tíu til þrjátíu sinnum meira en líkaminn framleiðir á einum sólarhring. Matvælastofnun hefur eftirlit með fæðubótarefnum og þar með melatóníni í verslunum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru öll fæðubótarefni sem flutt eru inn skráð í einn tollflokk og því engar upplýsingar þar um það að finna hversu mikið af melatóníni er flutt til landsins. Þá er ómögulegt að vita hver kaupir efnin, hver fær þau og í hve miklu magni. Barnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé vel með notkun melatóníns hjá börnum líka í lægsta styrkleika. „Þetta er efni sem hefur áhrif í líkamanum og þetta er í skömmtum sem eru ætlaðir fyrir börn og mér finnst bara sjálfsagt að yfirvöld séu með eftirlit með hver notkunin er og í hvaða hópi og svo framvegis. Af því að ef að við sjáum svo seinna að það séu virkilega áhrif sem við viljum ekki inn í framtíðina þá verðum við að geta fylgst með því og geta ráðlagt á réttan hátt,“ segir Tryggvi Helgason barnalæknir. Lítið vitað um langtímaáhrifin Tryggvi hefur áhyggjur af hversu mikið sé notað af lyfinu og segir ekki almennilega vitað hver langtímaáhrifin séu. „Til skemmri tíma má vel vera að þetta sé í lagi en við vitum ekkert endilega hvað þetta gerir og það eru ekki til almennilegar góðar rannsóknir um hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Tryggvi. Þó sum börn þurfi á lyfjum sem þessu á halda eigi það ekki við öll börn sem taka lyfið. Foreldrar þurfi að hafa í huga að það sé eðlilegt að öll börn eigi stundum erfitt með svefn, það fylgi því að þroskast og ganga í gegnum hluti. „Þó það sé hópur sem þarf mögulega á þessu að halda er hann líklega stærri hópurinn sem notar það án þess að það sé endilega nauðsynlegt. Það er svo margt annað sem hægt er að gera áður en gripið er til lyfja og það eru kannski helstu skilaboðin að foreldrar eiga ekki að hafa lágan þröskuld. Foreldrar eiga að hafa háan þröskuld á því að nota lyf til þess að stýra börnunum sínum.“ Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Landlæknisembættið heldur utan um notkun lyfja sem eru lyfseðilsskyld og sýna gögn embættisins að þeim fjölgaði sem fengu melatónín síðastliðinn áratug. Á síðasta ári fengur 252 börn fimm ára og yngri lyfið og 2.855 börn á aldrinum sex til sautján ára. Fyrir tveimur árum varð breyting sem mögulega hafði áhrif á tölurnar. Þá úrskurðaði Lyfjastofnun að melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag ætti að flokka sem fæðubótarefni í stað lyfs og því hægt að kaupa það í apótekum og matvöruverslunum. Mikilvægt að fylgjast með notkuninni Þannig er nú hægt að kaupa sprey, töflur og hlaup með melatónín í búðum hér á landi án lyfseðils. Magnið í einni töflu sem seld er inniheldur melatónín sem er tíu til þrjátíu sinnum meira en líkaminn framleiðir á einum sólarhring. Matvælastofnun hefur eftirlit með fæðubótarefnum og þar með melatóníni í verslunum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru öll fæðubótarefni sem flutt eru inn skráð í einn tollflokk og því engar upplýsingar þar um það að finna hversu mikið af melatóníni er flutt til landsins. Þá er ómögulegt að vita hver kaupir efnin, hver fær þau og í hve miklu magni. Barnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé vel með notkun melatóníns hjá börnum líka í lægsta styrkleika. „Þetta er efni sem hefur áhrif í líkamanum og þetta er í skömmtum sem eru ætlaðir fyrir börn og mér finnst bara sjálfsagt að yfirvöld séu með eftirlit með hver notkunin er og í hvaða hópi og svo framvegis. Af því að ef að við sjáum svo seinna að það séu virkilega áhrif sem við viljum ekki inn í framtíðina þá verðum við að geta fylgst með því og geta ráðlagt á réttan hátt,“ segir Tryggvi Helgason barnalæknir. Lítið vitað um langtímaáhrifin Tryggvi hefur áhyggjur af hversu mikið sé notað af lyfinu og segir ekki almennilega vitað hver langtímaáhrifin séu. „Til skemmri tíma má vel vera að þetta sé í lagi en við vitum ekkert endilega hvað þetta gerir og það eru ekki til almennilegar góðar rannsóknir um hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Tryggvi. Þó sum börn þurfi á lyfjum sem þessu á halda eigi það ekki við öll börn sem taka lyfið. Foreldrar þurfi að hafa í huga að það sé eðlilegt að öll börn eigi stundum erfitt með svefn, það fylgi því að þroskast og ganga í gegnum hluti. „Þó það sé hópur sem þarf mögulega á þessu að halda er hann líklega stærri hópurinn sem notar það án þess að það sé endilega nauðsynlegt. Það er svo margt annað sem hægt er að gera áður en gripið er til lyfja og það eru kannski helstu skilaboðin að foreldrar eiga ekki að hafa lágan þröskuld. Foreldrar eiga að hafa háan þröskuld á því að nota lyf til þess að stýra börnunum sínum.“
Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira