„Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2025 20:15 Þorsteinn Halldórsson var hóflega sáttur með leik íslenska kvennalandsliðsins í kvöld. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images „Mér fannst við spila fínt í fyrri hálfleik og gerðum ágætlega á köflum þar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira