Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2025 11:31 „Ég held að það sem við þurfum að passa mest núna er að við lendum ekki í svari Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Tollarnir, eins og staðan er núna, eru ekki eins mikil hætta frá Bandaríkjunum eins og maður kannski upphaflega hélt en auðvitað sér maður að það breytist dag frá degi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í morgun. Vísar hún þar til þeirra viðbragða Evrópusambandsins við hótun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hækka tolla vörur frá ríkjum sambandsins að hóta því að svara einnig með tollahækkunum á bandarískar vörur. Væri Ísland innan Evrópusambandsins beindust hótanir Trumps að okkur Íslendingum eins og öðrum ríkjum þess. Eins væru hótanir sambandsins settar fram í okkar nafni. Vegna þess að við erum utan Evrópusambandsins getum við hins vegar tekið sjálfstæðar ákvarðanir i þessum efnum í samræmi við hagsmuni okkar og þetta mál er auðvitað ekkert einsdæmi í þeim efnum. Valdið til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir skiptir vitanlega sköpum þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar. Bæði í stórum málum, eins og til dæmis Icesave-málinu á sínum tíma, sem og minni. Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar ekki hafa þetta vald lengur nema í mjög takmörkuðum og sífellt minnkandi mæli. Flestir málaflokkar ríkja sambandsins heyra undir valdsvið þess og vægi ríkjanna við ákvarðanatökur innan þess fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Innan Evrópusambandsins yrði Ísland fámennasta ríkið og með vægi eftir því. Hlutdeild okkar á þingi sambandsins yrði á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi og innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
„Ég held að það sem við þurfum að passa mest núna er að við lendum ekki í svari Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Tollarnir, eins og staðan er núna, eru ekki eins mikil hætta frá Bandaríkjunum eins og maður kannski upphaflega hélt en auðvitað sér maður að það breytist dag frá degi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í morgun. Vísar hún þar til þeirra viðbragða Evrópusambandsins við hótun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hækka tolla vörur frá ríkjum sambandsins að hóta því að svara einnig með tollahækkunum á bandarískar vörur. Væri Ísland innan Evrópusambandsins beindust hótanir Trumps að okkur Íslendingum eins og öðrum ríkjum þess. Eins væru hótanir sambandsins settar fram í okkar nafni. Vegna þess að við erum utan Evrópusambandsins getum við hins vegar tekið sjálfstæðar ákvarðanir i þessum efnum í samræmi við hagsmuni okkar og þetta mál er auðvitað ekkert einsdæmi í þeim efnum. Valdið til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir skiptir vitanlega sköpum þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar. Bæði í stórum málum, eins og til dæmis Icesave-málinu á sínum tíma, sem og minni. Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar ekki hafa þetta vald lengur nema í mjög takmörkuðum og sífellt minnkandi mæli. Flestir málaflokkar ríkja sambandsins heyra undir valdsvið þess og vægi ríkjanna við ákvarðanatökur innan þess fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Innan Evrópusambandsins yrði Ísland fámennasta ríkið og með vægi eftir því. Hlutdeild okkar á þingi sambandsins yrði á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi og innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun