12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. febrúar 2025 12:30 Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar