12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. febrúar 2025 12:30 Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun