Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 20:02 Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun