Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 14:30 Magnús Þór og oddvitar Pírata og Sósíalistaflokksins segja að til greina komi að Reykjavíkurborg geri sérsamninga við kennara. Vísir Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík og Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ræða nýjan borgarstjórnarmeirihluta, sem þær vilja reyndar frekar kalla samstarf en meirihluta. Talið barst að leikskólavanda Reykjavíkur og út frá því var vikið að stöðunni í kjaradeilu kennara. „Við vitum hvernig staðan er í samfélaginu, og mér finnst alveg eðlilegt að Reykjavíkurborg myndi skoða að það yrði rætt hvort að borgin geti jafnvel skoðað það að semja sjálf við kennara, mér fyndist það alveg eðlilegt,“ sagði Sanna Magdalena. Viðtalið er hér í fullri lengd en umræður um kjaramálin hófust í kringum mínútu fimmtán. Ertu þá þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi að kljúfa sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og semja beint við kennara? „Mér finnst alveg í ljósi þess sem að kom fram á borgarstjórnarfundinum á föstudaginn, þar sem að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, hún lýsir því í rauninni hvað hafi átt sér stað. Þá finnst mér alveg eðlilegt næsta skref að ræða það hvort þetta sé skynsamlegt,“ svaraði Sanna. Fram hefur komið að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, hafi stutt innanhústillöguna sem stjórn SÍF hafnaði í vikunni. Samfélagið komið með nóg af deilunni Dóra Björt segir að samfélagið sé komið með nóg af þessari kjaradeilu. „Við þurfum bara að leysa þetta,“ segir hún. „Mér finnst bara eðlilegt að allt sé skoðað í ljósi aðstæðna vegna þess að þessi tillaga var ekki samþykkt, það logar allt í samfélaginu, kennarar eru að upplifa og eru að fara fram á réttmæta leiðréttingu í ljósi þess sem þeim hefur verið lofað, þannig það þarf bara að stíga djörf skref í þessu.“ Hún vonist þó til þess að SÍF muni leysa þetta mál eins og þeim hafi verið falið. Forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, var einnig til viðtals á Sprengisandi í dag en hann segir að staðan sé þannig að allt hreyfist mjög hratt og getið tekið alls konar beygjur. Hann segir að það sé skýrt forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með í samningaviðræðunum. Hann myndi vilja setjast niður með launadeild SÍF og „bara klárað samninginn fyrir alla kennara á landinu.“ „Hins vegar er það bara þannig, og við höfum alveg bent á það, þá hefur ábyrgð hvers sveitarfélags fyrir sig aldrei verið á þeim stað, að menn geti bara bent á einhvern ákveðinn hóp og það sé alltaf lægsti samnefnari hvers og eins sem býr til samninginn.“ Vilji Reykjavík gera líta á Kennarasambandið eins og BSRB, BHM, og önnur stéttarfélög sem hún semji sér við, sé það skylda hvers stéttarfélags að setjast niður og fara yfir málið. „Þetta snýst um það að við viljum ná samningum við okkar fólk, sem að gerir kennarastarfið samkeppnishæft í launum og vinnuaðstöðu við sambærileg störf á almennum markaði, og þar liggur grunntónninn.“ Viðtalið við Magnús er hér í fullri lengd en umræðan um sérsamninginn hefst á mínútu sextán. Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Sprengisandur Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík og Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ræða nýjan borgarstjórnarmeirihluta, sem þær vilja reyndar frekar kalla samstarf en meirihluta. Talið barst að leikskólavanda Reykjavíkur og út frá því var vikið að stöðunni í kjaradeilu kennara. „Við vitum hvernig staðan er í samfélaginu, og mér finnst alveg eðlilegt að Reykjavíkurborg myndi skoða að það yrði rætt hvort að borgin geti jafnvel skoðað það að semja sjálf við kennara, mér fyndist það alveg eðlilegt,“ sagði Sanna Magdalena. Viðtalið er hér í fullri lengd en umræður um kjaramálin hófust í kringum mínútu fimmtán. Ertu þá þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi að kljúfa sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og semja beint við kennara? „Mér finnst alveg í ljósi þess sem að kom fram á borgarstjórnarfundinum á föstudaginn, þar sem að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, hún lýsir því í rauninni hvað hafi átt sér stað. Þá finnst mér alveg eðlilegt næsta skref að ræða það hvort þetta sé skynsamlegt,“ svaraði Sanna. Fram hefur komið að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, hafi stutt innanhústillöguna sem stjórn SÍF hafnaði í vikunni. Samfélagið komið með nóg af deilunni Dóra Björt segir að samfélagið sé komið með nóg af þessari kjaradeilu. „Við þurfum bara að leysa þetta,“ segir hún. „Mér finnst bara eðlilegt að allt sé skoðað í ljósi aðstæðna vegna þess að þessi tillaga var ekki samþykkt, það logar allt í samfélaginu, kennarar eru að upplifa og eru að fara fram á réttmæta leiðréttingu í ljósi þess sem þeim hefur verið lofað, þannig það þarf bara að stíga djörf skref í þessu.“ Hún vonist þó til þess að SÍF muni leysa þetta mál eins og þeim hafi verið falið. Forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, var einnig til viðtals á Sprengisandi í dag en hann segir að staðan sé þannig að allt hreyfist mjög hratt og getið tekið alls konar beygjur. Hann segir að það sé skýrt forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með í samningaviðræðunum. Hann myndi vilja setjast niður með launadeild SÍF og „bara klárað samninginn fyrir alla kennara á landinu.“ „Hins vegar er það bara þannig, og við höfum alveg bent á það, þá hefur ábyrgð hvers sveitarfélags fyrir sig aldrei verið á þeim stað, að menn geti bara bent á einhvern ákveðinn hóp og það sé alltaf lægsti samnefnari hvers og eins sem býr til samninginn.“ Vilji Reykjavík gera líta á Kennarasambandið eins og BSRB, BHM, og önnur stéttarfélög sem hún semji sér við, sé það skylda hvers stéttarfélags að setjast niður og fara yfir málið. „Þetta snýst um það að við viljum ná samningum við okkar fólk, sem að gerir kennarastarfið samkeppnishæft í launum og vinnuaðstöðu við sambærileg störf á almennum markaði, og þar liggur grunntónninn.“ Viðtalið við Magnús er hér í fullri lengd en umræðan um sérsamninginn hefst á mínútu sextán.
Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Sprengisandur Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55
Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03