Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2025 18:06 Alice Weidel, kandídat AfD til kanslara, and Tino Chrupalla, formanni AfD, fögnuðu eftir að útgönguspár voru birtar. Getty Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky um útgönguspár í kosningunum. Á eftir efstu flokkunum tveimur koma Sósíaldemókratar með sextán prósent, Græningjar með 13,5 prósent, vinstriflokkurinn Die Linke með 8,5 prósent og mælast svo FDP og BSW með tæp fimm prósent. Útgönguspárnar eru nokkuð í takt við síðustu skoðanakannanir. Vinstriflokkurinn Die Linke er þó með um 2,5 prósentustigum meira en í könnunum. Samanburður á útgönguspám í dag og úrslitum 2021.Vísir/Hjalti Kristilegir Demókratar, leiddir af Friedrich Merz, bæta við sig rúmum tíu prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir munu að öllum líkindum leiða næstu ríkisstjórn og fá kansalaraembættið. Sósíaldemókratar undir stjórn Olaf Schulz gjalda hins vegar afhroð og tapa tæpum tíu prósentustigum. Bestu úrslit í sögu AfD en ólíkleg í ríkisstjórn Reynist spárnar sannar er líka um stóran sigur að ræða fyrir AfD þó flokkurinn muni hugsanlega enda utan ríkisstjórnar. Þetta yrði líka í fyrsta skipti frá Seinni heimsstyrjöld sem hægri flokkur endar sem næststærstur. AfD fékk tíu prósent í síðustu kosningum og tvöfaldar því þingmannafjölda sinn. Flokkurinn sem hefur boðið fram í þrennum kosningum hefur mest fengið 12,6 prósent árið 2017. Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. AfD hafa talað fyrir hertari útlendingalöggjöf, gegn Evrópusambandinu, neitað tilvist hamfarahlýnunar og lýst yfir stuðningi við aukin samskipti við Rússa. Merz með pálmann í höndunum Líklegast þykir að Kristilegir demókratar muni mynda ríkissjórn með Sósíaldemókrötum, annað hvort flokkarnir tveir eða með þriðja flokki. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með AfD. „Við höfum unnið þessar kosningar,“ sagði Merz, sem verður líklega næsti kanslari Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni eftir að útgönguspár voru birtar við dynjandi lófatak. Hann hefur farið mikinn í undanfara kosninganna og fór nýlega ófögrum orðum um vinstri flokka landsins. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz á kosningafundi sínum. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Sky um útgönguspár í kosningunum. Á eftir efstu flokkunum tveimur koma Sósíaldemókratar með sextán prósent, Græningjar með 13,5 prósent, vinstriflokkurinn Die Linke með 8,5 prósent og mælast svo FDP og BSW með tæp fimm prósent. Útgönguspárnar eru nokkuð í takt við síðustu skoðanakannanir. Vinstriflokkurinn Die Linke er þó með um 2,5 prósentustigum meira en í könnunum. Samanburður á útgönguspám í dag og úrslitum 2021.Vísir/Hjalti Kristilegir Demókratar, leiddir af Friedrich Merz, bæta við sig rúmum tíu prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir munu að öllum líkindum leiða næstu ríkisstjórn og fá kansalaraembættið. Sósíaldemókratar undir stjórn Olaf Schulz gjalda hins vegar afhroð og tapa tæpum tíu prósentustigum. Bestu úrslit í sögu AfD en ólíkleg í ríkisstjórn Reynist spárnar sannar er líka um stóran sigur að ræða fyrir AfD þó flokkurinn muni hugsanlega enda utan ríkisstjórnar. Þetta yrði líka í fyrsta skipti frá Seinni heimsstyrjöld sem hægri flokkur endar sem næststærstur. AfD fékk tíu prósent í síðustu kosningum og tvöfaldar því þingmannafjölda sinn. Flokkurinn sem hefur boðið fram í þrennum kosningum hefur mest fengið 12,6 prósent árið 2017. Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. AfD hafa talað fyrir hertari útlendingalöggjöf, gegn Evrópusambandinu, neitað tilvist hamfarahlýnunar og lýst yfir stuðningi við aukin samskipti við Rússa. Merz með pálmann í höndunum Líklegast þykir að Kristilegir demókratar muni mynda ríkissjórn með Sósíaldemókrötum, annað hvort flokkarnir tveir eða með þriðja flokki. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með AfD. „Við höfum unnið þessar kosningar,“ sagði Merz, sem verður líklega næsti kanslari Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni eftir að útgönguspár voru birtar við dynjandi lófatak. Hann hefur farið mikinn í undanfara kosninganna og fór nýlega ófögrum orðum um vinstri flokka landsins. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz á kosningafundi sínum.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira