Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2025 07:04 Özil og Erdogan sjást hér saman á leik Hollands og Tyrklands í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Vísir/Getty Fyrrum knattspyrnumaðurinn Mesut Özil er búinn að finna sér nýjan starfsvettvang. Hann ætlar að hella sér út í pólitíkina og er kominn í innsta hring flokks Erdogan Tyrklandsforseta. Mesut Özil lagði knattspyrnuskóna á hilluna í mars árið 2023 eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli. Hann lék á sínum ferli meðal annars bæði með Real Madrid og Arsenal auk þess að leika 92 landsleiki fyrir Þýskaland en hann varð heimsmeistari með þýska liðinu árið 2014. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að Özil er mikill stuðningsmaður hins umdeilda Tyrklandsforseta Erdogan. Forsetinn var svaramaður Özil þegar hinn síðarnefndi gifti sig árið 2019 og nú ætlar Özil að feta í fótspor félaga síns og hella sér út í stjórnmálin. Özil er nefnilega einn af þrjátíu og níu nýjum meðlimum í framkvæmdastjórn innan AK-stjórnmálaflokksins en landsþing flokksins fór fram um helgina þar sem Erdogan var endurkjörinn sem leiðtogi. Tugir þúsunda sóttu landsfundinn en Erdogan var endurkjörinn sem formaður í áttunda sinn. Vinátta Özil og Erdogan hefur oft verið gagnrýnd og mynd sem birtist af þeim tveimur og Ilkay Gundogan, leikmanni Manchester City, árið 2019 olli fjaðrafoki í Þýskalandi. Bæði Özil og Gundogan eru með þýskt ríkisfang en eiga ættir að rekja til Tyrklands. Özil var á ferli sínum oft táknmynd innflytjenda í Þýskalandi, stimpill sem hann var ekki alltaf sáttur við. „Ég er þýskur þegar við vinnum, innflytjandi þegar við töpum.“ Tyrkland Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Mesut Özil lagði knattspyrnuskóna á hilluna í mars árið 2023 eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli. Hann lék á sínum ferli meðal annars bæði með Real Madrid og Arsenal auk þess að leika 92 landsleiki fyrir Þýskaland en hann varð heimsmeistari með þýska liðinu árið 2014. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að Özil er mikill stuðningsmaður hins umdeilda Tyrklandsforseta Erdogan. Forsetinn var svaramaður Özil þegar hinn síðarnefndi gifti sig árið 2019 og nú ætlar Özil að feta í fótspor félaga síns og hella sér út í stjórnmálin. Özil er nefnilega einn af þrjátíu og níu nýjum meðlimum í framkvæmdastjórn innan AK-stjórnmálaflokksins en landsþing flokksins fór fram um helgina þar sem Erdogan var endurkjörinn sem leiðtogi. Tugir þúsunda sóttu landsfundinn en Erdogan var endurkjörinn sem formaður í áttunda sinn. Vinátta Özil og Erdogan hefur oft verið gagnrýnd og mynd sem birtist af þeim tveimur og Ilkay Gundogan, leikmanni Manchester City, árið 2019 olli fjaðrafoki í Þýskalandi. Bæði Özil og Gundogan eru með þýskt ríkisfang en eiga ættir að rekja til Tyrklands. Özil var á ferli sínum oft táknmynd innflytjenda í Þýskalandi, stimpill sem hann var ekki alltaf sáttur við. „Ég er þýskur þegar við vinnum, innflytjandi þegar við töpum.“
Tyrkland Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira