Semja um fjögurra milljarða króna lán Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 14:45 Einar Þórarinsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, hefur undirritað sjö ára lánasamning við Ljósleiðarann ehf. til að styðja við fjárfestingar í ljósleiðarakerfinu á Íslandi á árunum 2024 til 2026. Lánið nemur fjórum milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni, móðurfélagi Ljósleiðarans, segir að lánið sé veitt til samfjármögnunar á mikilvægum uppbyggingarverkefnum Ljósleiðarans. Fjármagnið muni renna í áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins, þar á meðal ljósleiðaratenginga við heimili og fyrirtæki, þróun net- og flutningskerfa sem styðji við örugga og skilvirka gagnaflutninga, auk styrkingar á kerfinu. Fjármögnunin sé hluti af nýlegri skuldabréfaútgáfu NIB í íslenskum krónum. Í tilkynningu á vef NIB segir að um sé að ræða 8,5 milljarða svokallað grænt skuldabréf. Starfar á öllum helstu þéttbýlisstöðum Þá segir í tilkynningu að Ljósleiðarinn sé leiðandi fyrirtæki í uppbyggingu stafrænna innviða á Íslandi og starfi nú á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fyrirtækið tengi árlega þúsundir nýrra heimila og vinni með sveitarfélögum að þróunarverkefnum sem styðji við þéttbýlisvöxt og stafræna framtíð landsins. Auk þess gegni Ljósleiðarinn lykilhlutverki í alþjóðlegri tengingu Íslands við umheiminn með rekstri á internetsamböndum til Evrópulanda. Allar framkvæmdir Ljósleiðarans byggi á ábyrgum vinnubrögðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjar tengingar séu lagðar meðfram núverandi flutningsleiðum og byggðum svæðum, sem lágmarki umhverfisáhrif framkvæmda. Forsenda hagvaxtar Haft er eftir André Küüsvek, forstjóra NIB, að fjármögnun Ljósleiðarans styðji við markmið bankans um framleiðniaukningu og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við þessar mikilvægu fjárfestingar í stafrænum innviðum á Íslandi. Sterkir fjarskiptainnviðir eru forsenda hagvaxtar og nýsköpunar, og verkefnið fellur vel að áherslum NIB um sjálfbærni og tæknilega framþróun.“ Þá er haft eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að hann fagni samkomulaginu og telji það styrkja félagið til framtíðar. „Það skiptir miklu máli að Ljósleiðarinn vinni með öflugum og traustum aðila þegar kemur að fjármögnun. Með þessum samningi við NIB tryggjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og getum haldið áfram að byggja upp trausta og örugga innviði fyrir fólkið í landinu bæði þegar kemur að atvinnurekstri og hinu daglega lífi.“ Reykjavík Fjarskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni, móðurfélagi Ljósleiðarans, segir að lánið sé veitt til samfjármögnunar á mikilvægum uppbyggingarverkefnum Ljósleiðarans. Fjármagnið muni renna í áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins, þar á meðal ljósleiðaratenginga við heimili og fyrirtæki, þróun net- og flutningskerfa sem styðji við örugga og skilvirka gagnaflutninga, auk styrkingar á kerfinu. Fjármögnunin sé hluti af nýlegri skuldabréfaútgáfu NIB í íslenskum krónum. Í tilkynningu á vef NIB segir að um sé að ræða 8,5 milljarða svokallað grænt skuldabréf. Starfar á öllum helstu þéttbýlisstöðum Þá segir í tilkynningu að Ljósleiðarinn sé leiðandi fyrirtæki í uppbyggingu stafrænna innviða á Íslandi og starfi nú á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fyrirtækið tengi árlega þúsundir nýrra heimila og vinni með sveitarfélögum að þróunarverkefnum sem styðji við þéttbýlisvöxt og stafræna framtíð landsins. Auk þess gegni Ljósleiðarinn lykilhlutverki í alþjóðlegri tengingu Íslands við umheiminn með rekstri á internetsamböndum til Evrópulanda. Allar framkvæmdir Ljósleiðarans byggi á ábyrgum vinnubrögðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjar tengingar séu lagðar meðfram núverandi flutningsleiðum og byggðum svæðum, sem lágmarki umhverfisáhrif framkvæmda. Forsenda hagvaxtar Haft er eftir André Küüsvek, forstjóra NIB, að fjármögnun Ljósleiðarans styðji við markmið bankans um framleiðniaukningu og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við þessar mikilvægu fjárfestingar í stafrænum innviðum á Íslandi. Sterkir fjarskiptainnviðir eru forsenda hagvaxtar og nýsköpunar, og verkefnið fellur vel að áherslum NIB um sjálfbærni og tæknilega framþróun.“ Þá er haft eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að hann fagni samkomulaginu og telji það styrkja félagið til framtíðar. „Það skiptir miklu máli að Ljósleiðarinn vinni með öflugum og traustum aðila þegar kemur að fjármögnun. Með þessum samningi við NIB tryggjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og getum haldið áfram að byggja upp trausta og örugga innviði fyrir fólkið í landinu bæði þegar kemur að atvinnurekstri og hinu daglega lífi.“
Reykjavík Fjarskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira