Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 25. febrúar 2025 11:15 Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR, á Alþingi. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. Í morgun var greint frá því á Vísi í ráðningarsamningi VR við Ragnar hafi verið kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði. Þar að auki átti hann inni orlof. Samtals fékk hann 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót. Ragnar Þór var kjörinn þingmaður Flokks fólksins í kosningunum 30. nóvember síðastliðnum, og byrjaði að fá greitt sem þingmaður í desember. Þingmenn sem hafa setið eitt kjörtímabil eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. „Þetta á sér forsögu. Þegar ég geri samning við félagið árið 2017 þegar ég tek við sem formaður þá lækkaði ég launin mín um 300 þúsund á þeim tíma, og svo aðrar hundrað þúsund krónur hjá Landsambandi verslunarmanna, sem er nátengt starfsemi VR. Þannig ég lækkaði launin mín um samtals 400 þúsund,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann telur að með þeim launalækkunum hafi hann sparað VR fjörutíu milljónir sem hefðu annars farið í launagreiðslur til hans. Hann hafi þó ákveðið að halda biðlaunaréttinum. „Á þessum tíma tók ég ákvörðun um að lækka þessi laun, en halda eftir biðlaunarétti. Það er vegna þess að ég tel að biðlaunaréttur sé svona, eins og við lítum á það fjölskyldan, sem fimm barna faðir, öryggissjóður fyrir fjölskylduna vegna þess að þeir sem eru í framlínunni í verkalýðsfélögunum eru að takast á við öflugustu sérhagsmunaöfl landsins. Þeir sem hafa sig sérstaklega mikið frammi eiga oft erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir að trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna lýkur,“ segir Ragnar. „Þess vegna ákvað ég að taka þessi biðlaun, eins og ég ákvað í upphafi, til að eiga sem varúðarsjóð fyrir fjölskylduna eftir að þingsetu lýkur komi til þess að ég þurfi að leita á önnur mið eftir starfi.“ Skilur að fólki finnist þetta óeðlilegt Hann segir biðlaun sem þessi almenn innan hreyfingarinnar. „Við lítum á þetta sem neyðarsjóð, ekki stóran í samhengi við laun almennt. En við lítum á þetta sem ákveðið framfærsluöryggi. En á móti hefur félagið greitt mér sem nemur yfir fjörutíu milljónum í lægri laun þar sem ég tók ákvörðun um að lækka í launum á sama tíma.“ Þér finnst ekkert óeðlilegt að þú sér kominn í þetta embætti sem þingmaður með eina og hálfa milljón á mánuði, en samt þiggja þessi biðlaun? „Ég skil vel að fólk horfi á þetta öðrum augum, en ég sem fimm barna faðir horfi á þetta þeim augum að ég þarf að sjá fyrir minni fjölskyldu til framtíðar. Ég bý ekki við þann lúxus að vera í opinberu starfi og geta farið í leyfi og fengið síðan starfið aftur eftir að þingsetu lýkur með öllum þeim réttindum og biðlaunum sem því fylgir.“ Þorsteinn eigi rétt á sinni skoðun Þorsteinn Skúli Sveinsson, sem er nú í formannsframboði í VR, segir í skoðanagrein á Vísi að þessi biðlaun Ragnars séu með öllu óásættanleg. „Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi,“ segir Þorsteinn Skúli. Ragnar segir ekki rétt að hann hafi farið illa með sjóði félagsfólks, og minnist aftur á fjörutíu milljónirnar sem hann hafi sparað í launagreiðslur til síns sjálfs. „Ef viðkomandi frambjóðandi telur félagið ekki skylt að standa við gerða samninga þá er það hans að svara fyrir það. Og ef hann vill breyta biðlaunum eða uppsagnarfresti formanna í framtíðinni þá er það bara hans skoðun,“ segir Ragnar. Alþingi Stéttarfélög Flokkur fólksins Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Í morgun var greint frá því á Vísi í ráðningarsamningi VR við Ragnar hafi verið kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði. Þar að auki átti hann inni orlof. Samtals fékk hann 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót. Ragnar Þór var kjörinn þingmaður Flokks fólksins í kosningunum 30. nóvember síðastliðnum, og byrjaði að fá greitt sem þingmaður í desember. Þingmenn sem hafa setið eitt kjörtímabil eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. „Þetta á sér forsögu. Þegar ég geri samning við félagið árið 2017 þegar ég tek við sem formaður þá lækkaði ég launin mín um 300 þúsund á þeim tíma, og svo aðrar hundrað þúsund krónur hjá Landsambandi verslunarmanna, sem er nátengt starfsemi VR. Þannig ég lækkaði launin mín um samtals 400 þúsund,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann telur að með þeim launalækkunum hafi hann sparað VR fjörutíu milljónir sem hefðu annars farið í launagreiðslur til hans. Hann hafi þó ákveðið að halda biðlaunaréttinum. „Á þessum tíma tók ég ákvörðun um að lækka þessi laun, en halda eftir biðlaunarétti. Það er vegna þess að ég tel að biðlaunaréttur sé svona, eins og við lítum á það fjölskyldan, sem fimm barna faðir, öryggissjóður fyrir fjölskylduna vegna þess að þeir sem eru í framlínunni í verkalýðsfélögunum eru að takast á við öflugustu sérhagsmunaöfl landsins. Þeir sem hafa sig sérstaklega mikið frammi eiga oft erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir að trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna lýkur,“ segir Ragnar. „Þess vegna ákvað ég að taka þessi biðlaun, eins og ég ákvað í upphafi, til að eiga sem varúðarsjóð fyrir fjölskylduna eftir að þingsetu lýkur komi til þess að ég þurfi að leita á önnur mið eftir starfi.“ Skilur að fólki finnist þetta óeðlilegt Hann segir biðlaun sem þessi almenn innan hreyfingarinnar. „Við lítum á þetta sem neyðarsjóð, ekki stóran í samhengi við laun almennt. En við lítum á þetta sem ákveðið framfærsluöryggi. En á móti hefur félagið greitt mér sem nemur yfir fjörutíu milljónum í lægri laun þar sem ég tók ákvörðun um að lækka í launum á sama tíma.“ Þér finnst ekkert óeðlilegt að þú sér kominn í þetta embætti sem þingmaður með eina og hálfa milljón á mánuði, en samt þiggja þessi biðlaun? „Ég skil vel að fólk horfi á þetta öðrum augum, en ég sem fimm barna faðir horfi á þetta þeim augum að ég þarf að sjá fyrir minni fjölskyldu til framtíðar. Ég bý ekki við þann lúxus að vera í opinberu starfi og geta farið í leyfi og fengið síðan starfið aftur eftir að þingsetu lýkur með öllum þeim réttindum og biðlaunum sem því fylgir.“ Þorsteinn eigi rétt á sinni skoðun Þorsteinn Skúli Sveinsson, sem er nú í formannsframboði í VR, segir í skoðanagrein á Vísi að þessi biðlaun Ragnars séu með öllu óásættanleg. „Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi,“ segir Þorsteinn Skúli. Ragnar segir ekki rétt að hann hafi farið illa með sjóði félagsfólks, og minnist aftur á fjörutíu milljónirnar sem hann hafi sparað í launagreiðslur til síns sjálfs. „Ef viðkomandi frambjóðandi telur félagið ekki skylt að standa við gerða samninga þá er það hans að svara fyrir það. Og ef hann vill breyta biðlaunum eða uppsagnarfresti formanna í framtíðinni þá er það bara hans skoðun,“ segir Ragnar.
Alþingi Stéttarfélög Flokkur fólksins Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira