Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2025 13:33 Væb bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom hefst á eftirfarandi orðum: „Ísrael – Ísland, er stríð í uppsiglingu?“ Frétt ísrelska miðilsins fjallar um framlag Íslands í Eurovision, Róa, sem er eftir Inga Bauer, Væb-bræður og Gunnar Björn Gunnarsson, en Væbararnir flytja lagið. Áður hefur verið greint frá því að lagið þykist líkjast ísraelska slagaranum Hatunat Hashana. Lagahöfundur ísraelska lagsins, Ofir Cohen, segist ætla að senda viðvörunarbréf á næstu dögum vegna málsins, áður en hann grípi til annarra aðgerða gegn Væb-bræðrum og Rúv. „Fyrst og fremst viljum við að þeir leysi úr þessu,“ hefur Israel Hayom eftir Cohen. „Við gefum þeim tvo valmöguleika: Annars vegar komumst við að viðeigandi samkomulagi, eða þeir felli lagið úr keppni.“ Með þessu „viðeigandi samkomulagi“ á Cohen við að honum verði greiddar skaðabætur, eða hann skrifaður fyrir þeim hluta lagsins sem hann vill meina að hann hafi samið, en það mun vera viðlagið. „Ef Íslendingarnir fallast ekki á kröfur okkar munum við fara fram á að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fjarlægi lagið úr keppninni. Það er ómögulegt að taka þátt í keppninni með lag sem er að hluta til ekki frumlegt.“ Fjallað var um meintan lagastuld í íslenskum fjölmiðlum í lok janúar. Væb-bræður sögðust þá í samtali við Vísi gáttaðir vegna málsins. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ sagði Hálfdán Helgi Matthíasson, annar Væbarinn. Cohen segir að Íslendingar geti auðveldlega nálgast popptónlist héðan og þaðan úr heiminum í gegnum forrit eins og Spotify. „Um leið og lagið varð vinsælt í Ísrael sem fólk dansar við í hverju einasta brúðkaupi birtist það á mörgum topplistum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna það.“ Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Frétt ísrelska miðilsins fjallar um framlag Íslands í Eurovision, Róa, sem er eftir Inga Bauer, Væb-bræður og Gunnar Björn Gunnarsson, en Væbararnir flytja lagið. Áður hefur verið greint frá því að lagið þykist líkjast ísraelska slagaranum Hatunat Hashana. Lagahöfundur ísraelska lagsins, Ofir Cohen, segist ætla að senda viðvörunarbréf á næstu dögum vegna málsins, áður en hann grípi til annarra aðgerða gegn Væb-bræðrum og Rúv. „Fyrst og fremst viljum við að þeir leysi úr þessu,“ hefur Israel Hayom eftir Cohen. „Við gefum þeim tvo valmöguleika: Annars vegar komumst við að viðeigandi samkomulagi, eða þeir felli lagið úr keppni.“ Með þessu „viðeigandi samkomulagi“ á Cohen við að honum verði greiddar skaðabætur, eða hann skrifaður fyrir þeim hluta lagsins sem hann vill meina að hann hafi samið, en það mun vera viðlagið. „Ef Íslendingarnir fallast ekki á kröfur okkar munum við fara fram á að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fjarlægi lagið úr keppninni. Það er ómögulegt að taka þátt í keppninni með lag sem er að hluta til ekki frumlegt.“ Fjallað var um meintan lagastuld í íslenskum fjölmiðlum í lok janúar. Væb-bræður sögðust þá í samtali við Vísi gáttaðir vegna málsins. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ sagði Hálfdán Helgi Matthíasson, annar Væbarinn. Cohen segir að Íslendingar geti auðveldlega nálgast popptónlist héðan og þaðan úr heiminum í gegnum forrit eins og Spotify. „Um leið og lagið varð vinsælt í Ísrael sem fólk dansar við í hverju einasta brúðkaupi birtist það á mörgum topplistum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna það.“
Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira