„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 14:45 Gylfi Þór Sigurðsson kynntur sem leikmáður Víkings Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira