Afar algengt er orðið ungmenni deili staðsetningu sinni með vinum og kunningjum í gegnum hin ýmsu snjallsímaforrit, meðvitað og ómeðvitað. Við hittum sérfræðing sem óttast að vanþekking ríki um hættur sem þessu fylgja.
Arkitekt gagnrýndi uppbyggingu í Reykjavík harðlega í kvöldfréttum í gær og sagði borgina orðna ljóta. Við heyrum í borgaryfirvöldum sem geta ekki fallist á þetta en viðurkenna þó að oft megi gera betur.
Þá sjáum við myndir af reynsluflugi fljúgandi bíls, köfum ofan í deilu um íslenska framlagið í Eurovision og verðum í beinni frá tónleikum til minningar um tónlistarmanninn Árna Grétar Futuregrapher.
Í Sportpakkanum hittum við nýjasta Víkingin Gylfa Þór sem mætir hálfmeiddur til félagsins og í Íslandi í dag heyrir Vala Matt sögu Írisar Hólm sem tók málin í sínar hendur eftir að hafa glímt við ofþyngd og mikla vanlíðan.