„Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2025 22:47 Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA Þorsteinn Halldórsson sagði íslenska liðið hafi gert franska liðinu erfitt fyrir oft á tíðum í 3-2 tapinu í Le Mans í kvöld. Hann kallaði eftir stuðningi áhorfenda í heimaleikjunum sem framundan eru í apríl. „Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
„Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira