Neytendur

Skilar sam­keppnin okkur sam­keppnis­hæfu matarverði?

Jón Þór Stefánsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 15.
Fundurinn hefst klukkan 15. Vísir/Vilhelm

Félag atvinnurekenda heldur fund með yfirskriftina: „Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?“ klukkan þrjú í dag á Grand hóteli í Reykjavík.

Í tilkynningu um fundinn segir að þar verði rætt um hvort það sé óhjákvæmilegt að matarverð sé hærra hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Þá verði fjallað um hverju aukin samkeppni á matvörumarkaði hafi skilað neytendum, og hvort sé hægt að gera betur í þeim efnum. Einnig verði spurt út í hvaða áskoranir innflytjendur og heildsalar matvöru standi frami fyrir.

„Og síðast en ekki síst – hverju geta stjórnvöld áorkað með því að lækka tolla og afnema samkeppnishömlur?“

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér fyrir neðan:

Dagskráin er eftirfarandi:

15.00 Fundurinn opnaður – Nýkjörinn formaður Félags atvinnurekenda

15.05 Inngangur fundarstjóra – Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA

15.10 Hvaða máli skiptir samkeppni? – Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra

15.20 Verðlag á Íslandi og í Evrópu – Snorri Gunnarsson sérfræðingur á greiningarsviði Hagstofu Íslands

15.35 Lækkun matvöruverðs í 36 ár – hvernig náum við meiri árangri? – Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus

15.50 Áskorandi á fákeppnismarkaði – Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís

16.05 Samkeppni er okkar einkaþjálfari – Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innness

16.20 Við þurfum að gera betur – Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×