Strákar og stálp fá styrk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 11:33 Fulltrúar HR ásamt styrktaraðilum. Háskólinn í Reykjavík fagnar nýundirrituðu samkomulagi milli Háskólans í Reykjavík og JBT Marel og Brim um styrkveitingu fyrir viðburðinum Strákar og stálp í háskóla sem mun fara fram nú í vor. Strákar og stálp í háskóla er nýtt átaksverkefni sem er skipulagt að fyrirmynd Stelpur, stálp og tækni sem haldið hefur verið árlega í HR síðan árið 2013. Á viðburðinum er strákum og stálpum boðið að koma í háskólann og þeim veitt innsýn í háskólaumhverfið og þeim kynntar fyrirmyndir og tækifæri sem bjóðast á vinnumarkaði að námi loknu. Boðið verður upp á að kynnast völdum fyrirtækjum og hlýða á hvetjandi fyrirlestra frá fyrirmyndum úr háskólaumhverfinu og atvinnulífinu. Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla og sjálfbærni hjá HR, segir í tilkynningu að staða drengja í íslensku menntakerfi hafi verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu síðastliðin ár. „Við í HR höfum í dágóðan tíma haft áhuga á að halda viðburð sem ætlað er að fanga áhuga drengja strax á grunnskólastigi og fá þá til að sjá framtíðina fyrir sér. Það er okkur því afar mikilvægt að hljóta styrk til að geta hrint þessu verkefni í framkvæmd. Viljum við með þessu hvetja og kynna strax á grunnskólastigi það fjölbreytta úrval sem er í boði innan háskólans og þau tækifæri sem bíða úti í atvinnulífinu í framtíðinni.“ Ragnhildur Helgadóttir rektor HR segir í tilkynningunni sanna ánægju að bjóða stráka og stálp í 9. bekk velkomin í HR og kynna þau fyrir öllum þeim fjölbreyttu möguleikum sem eru í boði. „Það er vissulega svo að strákar eru meirihluti nemenda í HR heilt yfir, en við viljum fá fleiri og hér eru greinar þar sem teljum nauðsyn að fá fleiri stráka inn, ég nefni sálfræði sem dæmi. Síðan má segja að það sé hluti af samfélagslegri ábyrgð okkar sem háskóla í litlu samfélagi að breiða út boðskapinn um mikilvægi menntunar með hinum ýmsu leiðum, burtséð frá öðrum markmiðum. Þessi viðburður er einn liður í því,“ segir Ragnhildur. Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri JBT Marel, segir í tilkynningu Ísland hafa staðið sig vel í nýsköpun og tækni meðal annars vegna náins samstarfs skóla og atvinnulífs. „Við erum spennt að vinna áfram með Háskólanum í Reykjavík að því að hvetja unga fólkið okkar til náms og hjálpa þeim að skilja hvaða möguleika framtíðin ber í skauti sér. Það er einnig sérstök ánægja að fá að koma að þessu mikilvæga verkefni við hlið Brim sem hefur verið öflugur samstarfsaðili okkar um árabil.“ Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim tekur undir í tilkynningunni. „Sjávarútvegur, jafnt veiðar sem vinnsla, treysta sífellt meira á tækni, bæði öflugri vélbúnað og ekki síður hugbúnað við stjórnun, vinnslu gagna og ákvarðanatöku. Við þróun tækni er mikilvægt að viðhalda arfi handverksins og verklegrar þekkingar sem í sjávarútvegi á Íslandi sem Íslendingar hafa varðveitt. Við í Brimi viljum með þátttöku í verkefninu Strákar og stálp í háskóla stuðla að því að strákar sæki sér menntun og aukna þekkingu og mæti vel nestaðir til þátttöku í atvinnulífinu og tryggi þannig framþróun og framfarir.“ Háskólar Brim JBT Marel Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Strákar og stálp í háskóla er nýtt átaksverkefni sem er skipulagt að fyrirmynd Stelpur, stálp og tækni sem haldið hefur verið árlega í HR síðan árið 2013. Á viðburðinum er strákum og stálpum boðið að koma í háskólann og þeim veitt innsýn í háskólaumhverfið og þeim kynntar fyrirmyndir og tækifæri sem bjóðast á vinnumarkaði að námi loknu. Boðið verður upp á að kynnast völdum fyrirtækjum og hlýða á hvetjandi fyrirlestra frá fyrirmyndum úr háskólaumhverfinu og atvinnulífinu. Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla og sjálfbærni hjá HR, segir í tilkynningu að staða drengja í íslensku menntakerfi hafi verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu síðastliðin ár. „Við í HR höfum í dágóðan tíma haft áhuga á að halda viðburð sem ætlað er að fanga áhuga drengja strax á grunnskólastigi og fá þá til að sjá framtíðina fyrir sér. Það er okkur því afar mikilvægt að hljóta styrk til að geta hrint þessu verkefni í framkvæmd. Viljum við með þessu hvetja og kynna strax á grunnskólastigi það fjölbreytta úrval sem er í boði innan háskólans og þau tækifæri sem bíða úti í atvinnulífinu í framtíðinni.“ Ragnhildur Helgadóttir rektor HR segir í tilkynningunni sanna ánægju að bjóða stráka og stálp í 9. bekk velkomin í HR og kynna þau fyrir öllum þeim fjölbreyttu möguleikum sem eru í boði. „Það er vissulega svo að strákar eru meirihluti nemenda í HR heilt yfir, en við viljum fá fleiri og hér eru greinar þar sem teljum nauðsyn að fá fleiri stráka inn, ég nefni sálfræði sem dæmi. Síðan má segja að það sé hluti af samfélagslegri ábyrgð okkar sem háskóla í litlu samfélagi að breiða út boðskapinn um mikilvægi menntunar með hinum ýmsu leiðum, burtséð frá öðrum markmiðum. Þessi viðburður er einn liður í því,“ segir Ragnhildur. Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri JBT Marel, segir í tilkynningu Ísland hafa staðið sig vel í nýsköpun og tækni meðal annars vegna náins samstarfs skóla og atvinnulífs. „Við erum spennt að vinna áfram með Háskólanum í Reykjavík að því að hvetja unga fólkið okkar til náms og hjálpa þeim að skilja hvaða möguleika framtíðin ber í skauti sér. Það er einnig sérstök ánægja að fá að koma að þessu mikilvæga verkefni við hlið Brim sem hefur verið öflugur samstarfsaðili okkar um árabil.“ Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim tekur undir í tilkynningunni. „Sjávarútvegur, jafnt veiðar sem vinnsla, treysta sífellt meira á tækni, bæði öflugri vélbúnað og ekki síður hugbúnað við stjórnun, vinnslu gagna og ákvarðanatöku. Við þróun tækni er mikilvægt að viðhalda arfi handverksins og verklegrar þekkingar sem í sjávarútvegi á Íslandi sem Íslendingar hafa varðveitt. Við í Brimi viljum með þátttöku í verkefninu Strákar og stálp í háskóla stuðla að því að strákar sæki sér menntun og aukna þekkingu og mæti vel nestaðir til þátttöku í atvinnulífinu og tryggi þannig framþróun og framfarir.“
Háskólar Brim JBT Marel Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira