Steinhissa en verður Dumbledore Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 15:32 John Lithgow mun fara með hlutverk eins frægasta skólameistara í heimi. EPA-EFE/NINA PROMMER Bandaríski leikarinn John Lithgow mun fara með hlutverk Albus Dumbledore í nýjum Harry Potter þáttum sem nú eru í bígerð. Hann segist hafa orðið steinhissa þegar framleiðendur þáttanna heyrðu í honum vegna hlutverksins. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska miðilsins Screenrant þar sem rætt er við leikarann. Eins og fram hefur komið hefur bandaríska sjónvarpsþáttaverið HBO nú splunkunýja þætti í bígerð sem byggðir verða á Harry Potter bókunum. Verða þættirnir sýndir á HBO Max streymisveitunni. Muni skilgreina síðasta kafla ævi hans Lithgow er fyrsti leikarinn sem staðfest hefur verið að muni leika í þáttunum og virðist vera sem enn hafi ekki verið ráðið í önnur hlutverk. Albus Dumbledore, skólameistari Hogwarts galdraskólans, var leikinn af Richard Harris í fyrstu tveimur myndunum um galdrastrákinn. Harris féll svo frá og tók Michael Gambon við keflinu í síðustu sex myndunum. „Ég kom algjörlega af fjöllum með þetta,“ hefur Screenrant eftir leikaranum. Hann segist hafa fengið símtal um málið þar sem hann var staddur á Sundance kvikmyndahátíðinni og segir ákvörðunina um að slá til ekki hafa verið einfalda. „Vegna þess að þetta mun skilgreina mig síðasta kafla ævi minnar, er ég hræddur um. En ég er mjög spenntur. Þetta er yndislegt fólk sem snýr athygli sinni nú aftur að Harry Potter. Þess vegna hefur þetta verið svona erfið ákvörðun. Ég verð um 87 ára gamall í síðasta partýinu, en ég hef sagt já.“ Fram kemur í umfjöllun miðilsins að tökur á þáttunum muni hefjast í sumar í stúdíói Warner Brothers í Bretlandi, hinu sama og kvikmyndirnar um galdrastrákinn voru teknar upp í. Þegar hefur verið gefið upp að stefnt sé að því að gera sjö seríur, eina seríu fyrir hverja Harry Potter bók. Lithgow er 79 ára gamall þegar þetta er skrifað og ljóst að honum hefur verið sagt að verkefnið sem um ræðir muni taka næstu átta ár. Hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að leika Breta en hann hefur meðal annars áður farið með hlutverk breska forsætisráðherrans Winston Churchill í Crown sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Richard Harris til vinstri og Michael Gambon til hægri í hlutverkum þeirra sem Dumbledore. Hollywood Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska miðilsins Screenrant þar sem rætt er við leikarann. Eins og fram hefur komið hefur bandaríska sjónvarpsþáttaverið HBO nú splunkunýja þætti í bígerð sem byggðir verða á Harry Potter bókunum. Verða þættirnir sýndir á HBO Max streymisveitunni. Muni skilgreina síðasta kafla ævi hans Lithgow er fyrsti leikarinn sem staðfest hefur verið að muni leika í þáttunum og virðist vera sem enn hafi ekki verið ráðið í önnur hlutverk. Albus Dumbledore, skólameistari Hogwarts galdraskólans, var leikinn af Richard Harris í fyrstu tveimur myndunum um galdrastrákinn. Harris féll svo frá og tók Michael Gambon við keflinu í síðustu sex myndunum. „Ég kom algjörlega af fjöllum með þetta,“ hefur Screenrant eftir leikaranum. Hann segist hafa fengið símtal um málið þar sem hann var staddur á Sundance kvikmyndahátíðinni og segir ákvörðunina um að slá til ekki hafa verið einfalda. „Vegna þess að þetta mun skilgreina mig síðasta kafla ævi minnar, er ég hræddur um. En ég er mjög spenntur. Þetta er yndislegt fólk sem snýr athygli sinni nú aftur að Harry Potter. Þess vegna hefur þetta verið svona erfið ákvörðun. Ég verð um 87 ára gamall í síðasta partýinu, en ég hef sagt já.“ Fram kemur í umfjöllun miðilsins að tökur á þáttunum muni hefjast í sumar í stúdíói Warner Brothers í Bretlandi, hinu sama og kvikmyndirnar um galdrastrákinn voru teknar upp í. Þegar hefur verið gefið upp að stefnt sé að því að gera sjö seríur, eina seríu fyrir hverja Harry Potter bók. Lithgow er 79 ára gamall þegar þetta er skrifað og ljóst að honum hefur verið sagt að verkefnið sem um ræðir muni taka næstu átta ár. Hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að leika Breta en hann hefur meðal annars áður farið með hlutverk breska forsætisráðherrans Winston Churchill í Crown sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Richard Harris til vinstri og Michael Gambon til hægri í hlutverkum þeirra sem Dumbledore.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein