Marka­laust í Skírisskógi en Everton heldur á­fram að safna stigum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabriel og félagar í Arsenal fóru svekktir úr Skírisskógi.
Gabriel og félagar í Arsenal fóru svekktir úr Skírisskógi. ap/rui viera

Nottingham Forest og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá endaði leikur Brentford og Everton með 1-1 jafntefli.

Arsenal tapaði fyrir West Ham United, 0-1, á laugardaginn og missteig sig svo aftur í kvöld. Forest náði sér hins vegar í stig eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð.

Arsenal er í 2. sæti deildarinnar með 54 stig, þrettán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forest er í 3. sætinu með 48 stig.

Yoane Wissa kom Brentford yfir gegn Everton með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Jake O'Brien jafnaði á 77. mínútu og þar við sat.

Brentford er í 11. sæti deildarinnar en Everton í því fimmtánda. Eftir að David Moyes tók aftur við Everton hefur liðið náð í fjórtán stig í sjö deildarleikjum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira