Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar 27. febrúar 2025 07:03 Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa. Skipulagsstofnun hefur nú skilað af sér umhverfismati sem Hafnfirðingar hafa beðið lengi eftir. Markmið þess var að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og svara helstu spurningum sem tengjast henni. Fulltrúar Carbfix telja skýrsluna mikilvægan áfanga og verkefnið framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Ég dreg ekki í efa hæfni vísindamanna, en efast um að hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur fari saman við hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa þess. Frá upphafi hafa efasemdir ríkt um verkefnið. Upphaflegar áætlanir hafa tekið breytingum, sem hefur grafið undan trúverðugleika þess. Íbúar hafa verið uggandi og neitað að trúa því að af þessu gæti orðið. Umhverfismatsskýrslan hefur ekki dregið úr þeirri óvissu, heldur vakið enn fleiri spurningar. Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni, sem undirstrikar hversu margt er óljóst varðandi framkvæmdina. Vegna þessarar óvissu og skorts á upplýsingum um ýmsa lykilþætti er ljóst að hér er um tilraunaverkefni að ræða – sem á ekki heima í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Óvissan snýr m.a. að umhverfisáhrifum, langtímaáhrifum á grunnvatn og jarðlög, öryggi við niðurdælingu CO₂ og rekstur mannvirkja. Þótt framkvæmdaraðilar lofi vöktun, meðal annars með jarðskjálftamælingum og neyðaráætlunum, er lítið fjallað um áhrif á íbúa og samfélagið í heild. Enn er óljóst hvernig eftirliti verður háttað og hvernig brugðist verður við óvæntum frávikum, frávikum sem gætu haft óafturkræfar afleiðingar. Hafnfirðingar eru því skildir eftir í óvissu á eigin kostnað, á meðan Carbfix fær að njóta vafans. Vísindamenn fullyrða að verkefnið muni að öllum líkindum takast vel, en ef horft er til viðskiptamódelsins, er óljóst hversu langlíft það verður. Nýjar tæknilausnir geta fljótlega gert mengandi fyrirtækjum kleift að farga CO₂ á eigin vegum, sem gæti gert verkefnið úrelt. Þetta er atriði sem fjárfestar og sveitarfélagið verða að huga að. Það býr fólk á Völlunum Skipulagsstofnun leggur áherslu á vöktun á ýmsum þáttum, m.a. lífríki, en það vekur athygli að engin vöktun er fyrirhuguð á samfélaginu sjálfu og áhrifum á íbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að ráðast í slíka framkvæmd án þess að taka fullt tillit til þeirra sem búa á svæðinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að vísa framkvæmdinni í íbúakosningu ef bæjarstjórn getur sjálf ekki tekið ákvörðun í málinu. Ég óska engri byggð slíks klofnings meðal íbúa. Ef til kosninga kæmi gæti það leitt til þess að tiltekið hverfi bæjarins yrði skilið eitt eftir með mengun frá Evrópu – eins og sumir hafa orðað það. Ég efast ekki um að tæknin sem Carbfix þróar gæti virkað, en ég tel að þessi tilraun eigi ekki heima í grennd við íbúabyggð. Það er ekki aðeins spurning um óvissu og náttúruvernd, heldur einnig um siðferðileg álitamál og skýra andstöðu íbúa. Svara þarf siðferðislegum spurningum eins og hvort geyma megi co2 sem ekki hefur orðið til á staðnum og kölluð er mengun af sumum, undir lóðum annarra, íbúa eða fyrirtækja. Mín afstaða er skýr, ég þarf ekki fleiri skýrslur, Hafnarfjörður er einfaldlega ekki til sölu fyrir verkefni sem þetta. Ég vona því innilega að okkur beri gæfa til að kveðja þessa hugmynd sem fyrst, þakka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sýndan áhuga og vona að orka þeirra fari í að skoða aðrar staðsetningar. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal Skipulag Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa. Skipulagsstofnun hefur nú skilað af sér umhverfismati sem Hafnfirðingar hafa beðið lengi eftir. Markmið þess var að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og svara helstu spurningum sem tengjast henni. Fulltrúar Carbfix telja skýrsluna mikilvægan áfanga og verkefnið framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Ég dreg ekki í efa hæfni vísindamanna, en efast um að hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur fari saman við hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa þess. Frá upphafi hafa efasemdir ríkt um verkefnið. Upphaflegar áætlanir hafa tekið breytingum, sem hefur grafið undan trúverðugleika þess. Íbúar hafa verið uggandi og neitað að trúa því að af þessu gæti orðið. Umhverfismatsskýrslan hefur ekki dregið úr þeirri óvissu, heldur vakið enn fleiri spurningar. Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni, sem undirstrikar hversu margt er óljóst varðandi framkvæmdina. Vegna þessarar óvissu og skorts á upplýsingum um ýmsa lykilþætti er ljóst að hér er um tilraunaverkefni að ræða – sem á ekki heima í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Óvissan snýr m.a. að umhverfisáhrifum, langtímaáhrifum á grunnvatn og jarðlög, öryggi við niðurdælingu CO₂ og rekstur mannvirkja. Þótt framkvæmdaraðilar lofi vöktun, meðal annars með jarðskjálftamælingum og neyðaráætlunum, er lítið fjallað um áhrif á íbúa og samfélagið í heild. Enn er óljóst hvernig eftirliti verður háttað og hvernig brugðist verður við óvæntum frávikum, frávikum sem gætu haft óafturkræfar afleiðingar. Hafnfirðingar eru því skildir eftir í óvissu á eigin kostnað, á meðan Carbfix fær að njóta vafans. Vísindamenn fullyrða að verkefnið muni að öllum líkindum takast vel, en ef horft er til viðskiptamódelsins, er óljóst hversu langlíft það verður. Nýjar tæknilausnir geta fljótlega gert mengandi fyrirtækjum kleift að farga CO₂ á eigin vegum, sem gæti gert verkefnið úrelt. Þetta er atriði sem fjárfestar og sveitarfélagið verða að huga að. Það býr fólk á Völlunum Skipulagsstofnun leggur áherslu á vöktun á ýmsum þáttum, m.a. lífríki, en það vekur athygli að engin vöktun er fyrirhuguð á samfélaginu sjálfu og áhrifum á íbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að ráðast í slíka framkvæmd án þess að taka fullt tillit til þeirra sem búa á svæðinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að vísa framkvæmdinni í íbúakosningu ef bæjarstjórn getur sjálf ekki tekið ákvörðun í málinu. Ég óska engri byggð slíks klofnings meðal íbúa. Ef til kosninga kæmi gæti það leitt til þess að tiltekið hverfi bæjarins yrði skilið eitt eftir með mengun frá Evrópu – eins og sumir hafa orðað það. Ég efast ekki um að tæknin sem Carbfix þróar gæti virkað, en ég tel að þessi tilraun eigi ekki heima í grennd við íbúabyggð. Það er ekki aðeins spurning um óvissu og náttúruvernd, heldur einnig um siðferðileg álitamál og skýra andstöðu íbúa. Svara þarf siðferðislegum spurningum eins og hvort geyma megi co2 sem ekki hefur orðið til á staðnum og kölluð er mengun af sumum, undir lóðum annarra, íbúa eða fyrirtækja. Mín afstaða er skýr, ég þarf ekki fleiri skýrslur, Hafnarfjörður er einfaldlega ekki til sölu fyrir verkefni sem þetta. Ég vona því innilega að okkur beri gæfa til að kveðja þessa hugmynd sem fyrst, þakka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sýndan áhuga og vona að orka þeirra fari í að skoða aðrar staðsetningar. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun