Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2025 22:12 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, í nýja biðsalnum. Stefán Ingvarsson Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli stækkar um þrjátíu prósent með nýrri álmu sem opnuð var að stórum hluta í dag. Viðbyggingin með nýjum landgöngubrúm og flugvélastæðum kostar hartnær þrjátíu milljarða króna. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Leifsstöð og nýja álman skoðuð. Með henni verður heildarflatarmál flugstöðvarinnar orðið 98 þúsund fermetrar. Komufarþegar voru fyrstir til að upplifa nýju viðbygginguna með stærri töskusal, sem opnaður var í fyrra. Nýtt veitingasvæði hefur smásaman verið að bætast við undanfarna mánuði og á svokölluðu Aðalstræti er núna búið að opna þrjá nýja veitingastaði. Í dag varð svo stóra breytingin með nýjum biðsal og nýjum landgönguhliðum. Aðalstræti er nafn á mathöll í nýju álmunni.Stefán Ingvarsson „Þetta er þrjátíu prósent stækkun á flugstöðinni, sem er að sjálfsögðu umtalsvert. Við erum bara mjög stolt af því að vera að opna þetta mannvirki hér í dag og fara að bjóða upp á enn betri þjónustu fyrir okkar farþega,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. Og segir þetta þýða nýja upplifun fyrir farþega. „Það eru stærri hlið. Það er meira pláss til að setjast. Það er vítt til veggja og salurinn er allur mjög bjartur.“ Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu.Stefán Ingvarsson Fyrstu farþegarnir fóru í gegn í dag en þeir notuðu tvö ný rútuhlið. Landgöngurönum mun einnig fjölga. Þannig bætast fjórir slíkir ranar við á næstu vikum. Eitt nýtt flugvélarstæði verður tekið í notkun á hverjum miðvikudegi næstu þrjár vikur. „Og vonandi í lok marsmánaðar þá verður þessi bygging komin í fulla virkni,“ segir Guðmundur Daði. Viðbyggingin bætir úr brýnni þörf. „Farþegavöxtur á síðasta áratug var nánast ótrúlegur hér á flugvellinum og við náðum einfaldlega ekki að halda í við þann farþegafjölda fram til 2020. Þannig að við erum í raun ennþá hér að vinna upp þá miklu farþegaaukningu sem var á síðasta áratug og þurfum að halda því áfram.“ Fjórir nýjar landgöngubrýr bætast við.Stefán Ingvarsson Stórir hlutar byggingarinnar verða þó ekki aðgengilegir farþegum, eins og farangurssalir í kjallara, þar sem töskurnar munu rúlla inn og út á færiböndum. Framkvæmdin er með þeim stærstu í landinu. „Heildarkostnaður á mannvirkinu, flughlaðinu og öllu sem fylgir, er 29,5 milljarðar króna,“ segir framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Icelandair Play Suðurnesjabær Reykjanesbær Tengdar fréttir Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. 16. janúar 2025 11:13 Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. 3. nóvember 2021 19:39 Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 2. júní 2021 11:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Leifsstöð og nýja álman skoðuð. Með henni verður heildarflatarmál flugstöðvarinnar orðið 98 þúsund fermetrar. Komufarþegar voru fyrstir til að upplifa nýju viðbygginguna með stærri töskusal, sem opnaður var í fyrra. Nýtt veitingasvæði hefur smásaman verið að bætast við undanfarna mánuði og á svokölluðu Aðalstræti er núna búið að opna þrjá nýja veitingastaði. Í dag varð svo stóra breytingin með nýjum biðsal og nýjum landgönguhliðum. Aðalstræti er nafn á mathöll í nýju álmunni.Stefán Ingvarsson „Þetta er þrjátíu prósent stækkun á flugstöðinni, sem er að sjálfsögðu umtalsvert. Við erum bara mjög stolt af því að vera að opna þetta mannvirki hér í dag og fara að bjóða upp á enn betri þjónustu fyrir okkar farþega,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. Og segir þetta þýða nýja upplifun fyrir farþega. „Það eru stærri hlið. Það er meira pláss til að setjast. Það er vítt til veggja og salurinn er allur mjög bjartur.“ Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu.Stefán Ingvarsson Fyrstu farþegarnir fóru í gegn í dag en þeir notuðu tvö ný rútuhlið. Landgöngurönum mun einnig fjölga. Þannig bætast fjórir slíkir ranar við á næstu vikum. Eitt nýtt flugvélarstæði verður tekið í notkun á hverjum miðvikudegi næstu þrjár vikur. „Og vonandi í lok marsmánaðar þá verður þessi bygging komin í fulla virkni,“ segir Guðmundur Daði. Viðbyggingin bætir úr brýnni þörf. „Farþegavöxtur á síðasta áratug var nánast ótrúlegur hér á flugvellinum og við náðum einfaldlega ekki að halda í við þann farþegafjölda fram til 2020. Þannig að við erum í raun ennþá hér að vinna upp þá miklu farþegaaukningu sem var á síðasta áratug og þurfum að halda því áfram.“ Fjórir nýjar landgöngubrýr bætast við.Stefán Ingvarsson Stórir hlutar byggingarinnar verða þó ekki aðgengilegir farþegum, eins og farangurssalir í kjallara, þar sem töskurnar munu rúlla inn og út á færiböndum. Framkvæmdin er með þeim stærstu í landinu. „Heildarkostnaður á mannvirkinu, flughlaðinu og öllu sem fylgir, er 29,5 milljarðar króna,“ segir framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Icelandair Play Suðurnesjabær Reykjanesbær Tengdar fréttir Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. 16. janúar 2025 11:13 Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. 3. nóvember 2021 19:39 Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 2. júní 2021 11:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. 16. janúar 2025 11:13
Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. 3. nóvember 2021 19:39
Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 2. júní 2021 11:30