Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson og Björg Ásta Þórðardóttir skrifa 27. febrúar 2025 09:03 Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun