Handbolti

Fyrr­verandi þing­maður tekur við for­mennsku hjá FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. fh

Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, var kjörinn formaður handknattleiksdeildar FH á aðalfundi hennar í gær.

Ágúst tekur við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni sem hafði gengt henni í ellefu ár. Ásgeir ætlar ekki að segja skilið við handboltann því hann ætlar að bjóða sig fram til varaformanns HSÍ.

Ágúst sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2021-24. Hann var einnig aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar og framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins.

Þrjú önnur komu ný inn í stjórn handknattleiksdeildar FH á aðalfundi hennar í gær. Þetta eru þau Gestur Steinþórsson, Tryggvi Rafnsson og Birna Íris Helgadóttir, leikjahæsti leikmaður í sögu kvennaliðs FH.

Auk Ásgeirs gengu Auður Reykdal Runólfsdóttir, Sverrir Reynisson og Örn Eyfjörð Jónsson úr stjórn handknattleiksdeildar FH á aðalfundinum í gær.

Karlalið FH er í toppsæti Olís-deildarinnar en kvennaliðið í 7. sæti Grill 66 deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×