Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar 27. febrúar 2025 16:31 Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar