Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 09:00 Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar