Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 07:47 Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar