Fótbolti

Gera grín að Jürgen Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp er ekki sama hetjan og hann var einu sinni í Mainz.
Jürgen Klopp er ekki sama hetjan og hann var einu sinni í Mainz. AFP/FRANCK FIFE

Jürgen Klopp var einu sinni stærsta hetjan í þýsku borginni Mainz en nú gera heimamenn bara grín að þessum fyrrum knattspyrnustjóra og leikmanni aðalfélags borgarinnar.

Ástæðan er sú ákvörðun Klopp að „selja sálu sína“ og ráða sig hjá risanum Red Bull. Það fór mjög illa í marga stuðningsmann hans gömlu félaga Mainz og Borussia Dortmund.

Klopp fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað og fer nú að vinna fyrir samskonar fyrirtæki og hann hefur gagnrýnt svo oft í gegnum tíðina.

Klopp sem var þekktur fyrir hugsjónir og heilindi þótti ekki koma vel út í almenningsálitinu í heimalandinu vegna þessarar ráðningar. Uppkoma Red Bull Lepzig í þýska fótboltanum, þökk sé peningum orkudrykkjarframleiðandans, er ekki vinsæl hjá þýsku knattspyrnuáhugafólki.

Árleg skrúðganga í borginni Mainz mun gera grín að gömlu hetjunni í því henni verður uppblásin útgáfa af Klopp með sterka vísun í Red Bull auglýsinguna frægu „Red Bull veitir vængi“.

Klopp verður þarna með Red Bull orkudrykkinn í annarri hendi, fótbolta í hinni og auðvitað vængi úr peningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×