Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2025 08:52 Andreas Babler, leiðtogi Jafnaðarmanna, Christian Stocker frá Þjóðarflokknum og Beate Meinl-Reisinger, leiðtogi Neos, á fréttamannafundinum í gær. AP Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar. Leiðtogar Þjóðarflokksins (ÖVP), Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og Neos-flokksins greindu frá stjórnarmynduninni á fréttamannafundi í gær. Þar var greint fá áætlunum nýrrar stjórnar um að berja niður verðbólgu, að koma á sérstöku leiguþaki og strangari reglum um innflytjendur, sérstaklega hvað varðar fjölskyldusameiningar. Þá stendur til að koma á banni við að stúlkur yngri en fjórtán ára klæðist hijab. Christian Stocker, leiðtogi Þjóðarflokksins, sagði stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið erfiðar og að leiðtogar flokkanna hafi skynjað óþreyju austurríski þjóðarinnar eftir nýrri stjórn. Aldrei hafa stjórnarmyndunarviðræður tekið svo langan tíma í Austurríki frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stocker sagði leiðtogana þó ánægða og stolta af samkomulaginu og að „málamiðlun væri austurrísk dyggð“. Um er að ræða fyrsta þriggja flokka stjórn landsins frá fimmta áratug síðustu aldar, en flokkarnir þrír eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Frelsisflokkurinn hlaut 28,8 prósenta fylgi í þingkosningunum og bætti við sig fylgi. Leiðtogar Frelsisflokksins reyndu að fá aðra flokka til samstarfs en þær stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand fyrr í mánuðinum. Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Leiðtogar Þjóðarflokksins (ÖVP), Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og Neos-flokksins greindu frá stjórnarmynduninni á fréttamannafundi í gær. Þar var greint fá áætlunum nýrrar stjórnar um að berja niður verðbólgu, að koma á sérstöku leiguþaki og strangari reglum um innflytjendur, sérstaklega hvað varðar fjölskyldusameiningar. Þá stendur til að koma á banni við að stúlkur yngri en fjórtán ára klæðist hijab. Christian Stocker, leiðtogi Þjóðarflokksins, sagði stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið erfiðar og að leiðtogar flokkanna hafi skynjað óþreyju austurríski þjóðarinnar eftir nýrri stjórn. Aldrei hafa stjórnarmyndunarviðræður tekið svo langan tíma í Austurríki frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stocker sagði leiðtogana þó ánægða og stolta af samkomulaginu og að „málamiðlun væri austurrísk dyggð“. Um er að ræða fyrsta þriggja flokka stjórn landsins frá fimmta áratug síðustu aldar, en flokkarnir þrír eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Frelsisflokkurinn hlaut 28,8 prósenta fylgi í þingkosningunum og bætti við sig fylgi. Leiðtogar Frelsisflokksins reyndu að fá aðra flokka til samstarfs en þær stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand fyrr í mánuðinum.
Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57