Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 23:14 Lánið verði endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa í Bretlandi. AP/Kin Cheung Stjórnvöld í Bretlandi og Úkraínu skrifuðu undir lánssamning sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna til vopnakaupa og styrkingar á vörnum landsins. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina. Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina.
Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08