Starmer segir tíma aðgerða til kominn Rafn Ágúst Ragnarsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 2. mars 2025 18:31 Keir Starmer forsætisráðherra segir tíma aðgerða til kominn. EPA/Chris J. Ratcliffe Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund. Hundruð milljarða til vopnakaupa Í gær tilkynnti hann, eftir að hafa átt einkafund með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, að stjórnvöld í löndunum tveimur hefðu skrifað undir lánssamkomulag upp á 400 milljarða króna til vopnakaupa. Í dag tilkynnti hann að Bretland myndi veita Úkraínu aukalegan styrk upp á rúma 282 milljarða króna til kaupa á loftvarnaflaugum sem framleiddar verða í Belfast. „Við samþykkjum ekki annan samning eins og í Mínsk sem Rússland getur brotið auðveldlega. Þess í stað þarf samningurinn að vera gerður á grundvelli styrks,“ segir hann en samningurinn sem hann vísar til var gerður milli Úkraínu og Rússlands árið 2014 til að binda enda á átökin í sjálfsstjórnarhéruðunum Donétsk og Lúhansk. Vopnahléð varði aðeins í fáeina mánuði áður en Rússland gerði aðra innrás. „Allar þjóðir verða að leggja sitt af mörkum eins og þær geta, axla ábyrgð og auka sinn hlut af byrðinni,“ segir Starmer. „Bandalag hinna fúsu“ Hann segir mikilvæg skref hafa verið tekin í dag. Leiðtogarnir hafi sammælst um að auka við beinan hernaðarstuðning sinn við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. „Við sammæltumst um það að varnalegur friður verður að tryggja fullveldi og öryggi Úkraínu og að Úkraína verður að eiga sæti við boðið. Komi til friðarsamnings munum við halda áfram að styðja við varnarhæfni Úkraínu til að koma í veg fyrir að Rússland geri aðra innrás,“ segir hann. „Við munum mynda bandalag hinna fúsu til að standa vörð um samkomulag í Úkraínu og tryggja friðinn. Ekki munu allar þjóðir telja sig tilbúnar til þess að taka þátt en það þýðir ekki að við getum staðið hjá,“ segir Starmer. Hann segir til standa að hefja undirbúningsvinnu og að hún verði hratt unnin enda brýn. „Bretland er tilbúið að standa við þetta með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti,“ segir Keir Starmer forsætisráðherra. Ómögulegt án aðkomu Bandaríkjanna Hann tekur fram að þó svo að Evrópa verði að standa að mestu að þessu framtaki sé það ekki gerlegt án stuðnings Bandaríkjanna. Viðræður séu að eiga sér stað við stjórnvöld í Washington um aðkomu þeirra að verkefninu. Leiðtogarnir komi til með að funda á ný von bráðar. „Við stöndum á krossgötum í dag. Þetta er ekki tími fyrir frekara tal heldur til aðgerða. Tími til að stíga fram til forystu og sameinast um nýja áætlun fyrir réttlátum og varandi friði,“ segir Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Leiðtogarnir á fjölskyldumynd fyrir fundinn.EPA-EFE/NEIL HALL Meðal fundargesta á fundi Starmer voru Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson, forsætisáðherra Svíþjóðar, Jonas Støre, forsætisráðherra Noregs, Ursual von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Margt gerst á tveimur vikum Mikið hefur gengið á síðustu vikurnar vegna friðarviðræðna Úkraínu og Rússa. Spenna var meðal gesta á öryggisráðstefnu í München, sem meðal annars Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sóttu, þegar erindreki Bandaríkjanna sagði það ólíklegt að Evrópuríkin fengju sæti við borðið í friðarviðræðum milli Rússa og Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu hafði þá þegar sagt að hann myndi ekki samþykkja neina samninga sem hann kæmi ekki að. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, boðaði þá svokallaðan neyðarfund og var Mette Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar. Hún sagði mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. Stuttu eftir ráðstefnuna funduðu fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands í Sádí Arabíu 18. febrúar en fulltrúum frá Úkraínu var ekki boðið né fulltrúum Evrópuríkjanna, líkt og erindrekinn sagði. Daginn eftir gaf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í skyn að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu. Selenskí biðlaði þá til Trumps að bera virðingu fyrir sannleikanum í stað þess að dreifa lygum um hvernig stríðið hófst. Trump kallaði Selenskí einnig einræðisherra en sá síðarnefndi brást við með að segjast tilbúinn að stíga niður sem forseti gegn því að samið yrði um frið. Macron og Starmer heimsóttu báðir Trump en að sögn Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði, var samningatækni þeirra byggð einungis á smjaðri. Eftir ferðalög Macron og Starmer koma að heimsókn Selenskí til Trump. Þeir héldu opinn blaðamannafund ásamt JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þar sem fulltrúar Bandaríkjanna fóru ófögrum orðum um Úkraínuforseta. Meðal annars sögðu þeir hann vanþakklátann og vera að hætta á heimsstyrjöld. Þá sakaði Trump Selenskí um virðingarleysi. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund. Hundruð milljarða til vopnakaupa Í gær tilkynnti hann, eftir að hafa átt einkafund með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, að stjórnvöld í löndunum tveimur hefðu skrifað undir lánssamkomulag upp á 400 milljarða króna til vopnakaupa. Í dag tilkynnti hann að Bretland myndi veita Úkraínu aukalegan styrk upp á rúma 282 milljarða króna til kaupa á loftvarnaflaugum sem framleiddar verða í Belfast. „Við samþykkjum ekki annan samning eins og í Mínsk sem Rússland getur brotið auðveldlega. Þess í stað þarf samningurinn að vera gerður á grundvelli styrks,“ segir hann en samningurinn sem hann vísar til var gerður milli Úkraínu og Rússlands árið 2014 til að binda enda á átökin í sjálfsstjórnarhéruðunum Donétsk og Lúhansk. Vopnahléð varði aðeins í fáeina mánuði áður en Rússland gerði aðra innrás. „Allar þjóðir verða að leggja sitt af mörkum eins og þær geta, axla ábyrgð og auka sinn hlut af byrðinni,“ segir Starmer. „Bandalag hinna fúsu“ Hann segir mikilvæg skref hafa verið tekin í dag. Leiðtogarnir hafi sammælst um að auka við beinan hernaðarstuðning sinn við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. „Við sammæltumst um það að varnalegur friður verður að tryggja fullveldi og öryggi Úkraínu og að Úkraína verður að eiga sæti við boðið. Komi til friðarsamnings munum við halda áfram að styðja við varnarhæfni Úkraínu til að koma í veg fyrir að Rússland geri aðra innrás,“ segir hann. „Við munum mynda bandalag hinna fúsu til að standa vörð um samkomulag í Úkraínu og tryggja friðinn. Ekki munu allar þjóðir telja sig tilbúnar til þess að taka þátt en það þýðir ekki að við getum staðið hjá,“ segir Starmer. Hann segir til standa að hefja undirbúningsvinnu og að hún verði hratt unnin enda brýn. „Bretland er tilbúið að standa við þetta með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti,“ segir Keir Starmer forsætisráðherra. Ómögulegt án aðkomu Bandaríkjanna Hann tekur fram að þó svo að Evrópa verði að standa að mestu að þessu framtaki sé það ekki gerlegt án stuðnings Bandaríkjanna. Viðræður séu að eiga sér stað við stjórnvöld í Washington um aðkomu þeirra að verkefninu. Leiðtogarnir komi til með að funda á ný von bráðar. „Við stöndum á krossgötum í dag. Þetta er ekki tími fyrir frekara tal heldur til aðgerða. Tími til að stíga fram til forystu og sameinast um nýja áætlun fyrir réttlátum og varandi friði,“ segir Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Leiðtogarnir á fjölskyldumynd fyrir fundinn.EPA-EFE/NEIL HALL Meðal fundargesta á fundi Starmer voru Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson, forsætisáðherra Svíþjóðar, Jonas Støre, forsætisráðherra Noregs, Ursual von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Margt gerst á tveimur vikum Mikið hefur gengið á síðustu vikurnar vegna friðarviðræðna Úkraínu og Rússa. Spenna var meðal gesta á öryggisráðstefnu í München, sem meðal annars Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sóttu, þegar erindreki Bandaríkjanna sagði það ólíklegt að Evrópuríkin fengju sæti við borðið í friðarviðræðum milli Rússa og Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu hafði þá þegar sagt að hann myndi ekki samþykkja neina samninga sem hann kæmi ekki að. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, boðaði þá svokallaðan neyðarfund og var Mette Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar. Hún sagði mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. Stuttu eftir ráðstefnuna funduðu fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands í Sádí Arabíu 18. febrúar en fulltrúum frá Úkraínu var ekki boðið né fulltrúum Evrópuríkjanna, líkt og erindrekinn sagði. Daginn eftir gaf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í skyn að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu. Selenskí biðlaði þá til Trumps að bera virðingu fyrir sannleikanum í stað þess að dreifa lygum um hvernig stríðið hófst. Trump kallaði Selenskí einnig einræðisherra en sá síðarnefndi brást við með að segjast tilbúinn að stíga niður sem forseti gegn því að samið yrði um frið. Macron og Starmer heimsóttu báðir Trump en að sögn Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði, var samningatækni þeirra byggð einungis á smjaðri. Eftir ferðalög Macron og Starmer koma að heimsókn Selenskí til Trump. Þeir héldu opinn blaðamannafund ásamt JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þar sem fulltrúar Bandaríkjanna fóru ófögrum orðum um Úkraínuforseta. Meðal annars sögðu þeir hann vanþakklátann og vera að hætta á heimsstyrjöld. Þá sakaði Trump Selenskí um virðingarleysi.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira