Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. mars 2025 23:20 Dröfn Ösp er óskarsverðlaunaálitsgjafi Vísis á þessu ári. Vísir/Samsett Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld í 97. sinn. Sannkallaður óskarsverðlaunasérfræðingur sem búsettur er í englanna borg og starfar í bransanum fór yfir helstu verðlaunaflokkana í samtali við fréttastofu og spáði í Hollywood-spilin. Stjörnurnar ganga dregilinn rauða klukkan hálf tólf í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður sem býr í Los Angeles og hefur jafnframt lýst hátíðinni þegar hún var í beinni útsendingu á Stöð 2, segir spennandi kvöld framundan. Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Ekkert greypt í stein um úrslit kvöldsins Ýmsir erfiðleikar hafa þó steðjað að kvikmyndabransanum undanfarið ár, iðnaðurinn er enn þá að jafna sig á löngum verkföllum og mannskæðu sinueldarnir sem geysuðu um áramótin settu svip sinn á allt samfélagið í Los Angeles. Þó bendi ýmislegt til þess að kvöldið verði ívið meira spennandi en verðlaunahátíðin í fyrra þar sem næsta lá fyrir að stórmyndin Oppenheimer myndi sópa að sér verðlaununum. „Það er ekki á vísan að róa eins og í fyrra. Það var miklu meira niðurneglt hver væri að fara að vinna. Nú er þetta meira uppi í loftinu,“ segir Dröfn. Kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í þrettán flokkum og er sú mynd sem hlaut flestar tilnefningar. Leikkonan Karla Sofía Gascón er tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni en hún er fyrsta trans konan til að vera tilnefnd. Það þykir þó útséð um sigurlíkur hennar eftir að rykið var dustað af gömlum samfélagsmiðlafærslum hennar þar sem hún viðrar hatursfullar skoðanir í garð múslima og annarra hópa. Fast á hælunum á Emiliu Pérez koma kvikmyndirnar The Brutalist, með óskarsverðlaunahafanum Adrien Brody í aðalhlutverki og Wicked en þær hlutu báðar tíu tilnefningar. A Complete Unknown, ævisöguleg kvikmynd um söngvaskáldið Bob Dylan með Timothée Chalamet í hlutverki goðsagnarinnar, og Conclave, páfagarðsdrama með Ralph Fiennes í aðalhlutverki hlutu átta tilnefningar og svo hlaut Anora, kvikmynd eftir hinn upprennandi Sean Baker, sex tilnefningar. Spjallþáttarstjórnandinn geðþekki veislustýrir Dröfn segir skemmtilegt kvöld framundan og hlakkar einnig mjög til þess að sjá hvernig grínistanum og spjallþáttarstjórnandanum Conan O'Brien tekst að halda uppi stemningunni en hann verður kynnir kvöldsins. „Hann hefur verið hér síðustu viku að vinna í efninu og það hefur víst gengið rosa vel. Ég er rosa spennt. Ég held að hann muni negla þetta,“ segir Dröfn. Leikari í aukahlutverki Yura Borisov, Anora Kieran Culkin, A Real Pain Edward Norton, A Complete Unknown Guy Pearce, The Brutalist Jeremy Strong, The Apprentice Dröfn segir þetta vera flokkurinn sem auðveldast er að spá fyrir um. Hún hefur mikla trú á Kieran Culkin en hann hlaut tilnefningu fyrir leik sinn á móti Jesse Eisenberg í myndinni A Real Pain. Samleikari hans til fleiri ára í hinum geysivinsælu þáttum Succession, Jeremy Strong, er einnig tilnefndur í þessum flokki fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni The Apprentice, sem fjallar um uppgang Donalds Trump Bandaríkjaforseta í viðskiptalífi New York-borgar á níunda áratug síðustu aldar. „Það er tiltölulega niðurneglt. Ég held að Kieran Culkin sé að fara að taka það fyrir A Real Pain. Hann vann SAG-verðlaunin og SAG-verðlaunin eru oft gott merki um hvað muni gerast á óskarnum. Innan SAG eru 160 þúsund manns og meirihlutinn af akademíunni eru í því verkalýðsfélagi,“ segir Dröfn. „Jeremy Strong er tilnefndur líka, vinur hans, sem lék náttúrlega Kendall Roy bróður hans í Succession. Þetta er svolítið skemmtilegur flokkur. Þeir hafa verið opinberlega aðeins að hnýta í hvorn annan. Það verður gaman að sjá þegar hann vinnur, hann verður örugglega með mjög skemmtilega ræðu,“ segir hún. „Edward Norton gæti komið aftan að öllum. Hann hefur verið leikari lengi en hann hefur aldrei unnið.“ Leikkona í aukahlutverki Monica Barbaro, A Complete Unknown Ariana Grande, Wicked Felicity Jones, The Brutalist Isabella Rosellini, Conclave Zoe Saldana, Emilia Pérez Dröfn segir ýmislegt benda til þess að meðleikkona Körlu Sofíu Gascón hreppi hnossið en vill þó spyrja að leikslokum. Dregið gæti til óvæntra tíðinda. Isabella Rossellini rifjaði upp gamla, bláa, flauelstakta.Getty „Zoe Saldana er búin að vinna allt og það lítur út fyrir að hún verði ósigrandi. En, Isabella Rossellini hefur aldrei unnið neitt og er uppáhald fólks hérna í akademíunni. Það slúður er á gólfinu hér að fólk hafi verið að kjósa hana svolítið,“ segir Dröfn. „Hún var aðeins sjö mínútur á skjánum en höfum okkur hæg því við skulum ekki gleyma því að Anthony Hopkins hann vann óskarinn fyrir Silence of the Lambs og hann var líka sirka sjö mínútur á skjánum.“ Leikari í aðalhlutverki Adrien Brody, The Brutalist Timothee Chalamet, A Complete Unknown Colman Domingo, Sing Sing Ralph Fiennes, Conclave Sebastian Stan, The Apprentice Stórir persónuleikar keppast um þessi virtustu verðlaun kvikmyndabransans en eiga þó, eins og gefur að skilja, mismikinn möguleika á sigri. Dröfn segir aðeins þrjá þeirra koma raunverulega til greina. „Sebastian Stan og Colman Domingo, þeir gætu alveg eins sleppt því að mæta. Þeir geta mætt í sætum fötum og fá sér kokteil en það yrði rosalega skrítið ef að þeir tækju þetta. Þetta stendur í rauninni á milli Adrien Brody og Ralph Fiennes. Adrien Brody er búinn að vera að vinna mjög mikið en Ralph Fiennes vann BAFTA þannig hann gæti komið á óvart,“ segir hún. Ralph Fiennes og Adrien Brody keppast um verðlaunin að mati Drafnar.Vísir/Samsett Ralph Fiennes var tilnefndur fyrir leik sinn í kvikmyndinni The English Patient en laut í lægra haldi fyrir hinum ástralska Geoffrey Rush. „Það eina sem gæti verið rosalega skrítið er að Timothée Chalamet vann SAG síðustu helgi. Það er séns að ef Timothée vinnur þá er hann yngri leikari nokkurn tímann til að vinna fyrir besta leik í aðalhlutverki og er þannig að eyðileggja met Adrien Brody því hann var búinn að vera 29 í nokkra daga þegar hann vann fyrir The Pianist.“ Leikkona í aðalhlutverki Cynthia Erivo, Wicked Karla Sofia Gascón, Emilia Perez Mikey Madison, Anora Demi Moore, The Substance Fernanda Torres, I'm Still Here Dröfn segir þennan flokk vandasaman. Karla Sofía Gascón hafi farið inn í óskarsverðlaunatímabilið með klárt forskot en að hún eigi sér varla viðreisnar von að svo búnu máli. Hún haldi þó innilega með Demi Moore. „Aftur gæti Karla Sofía Gascón gæti sleppt því að mæta. Hún skeit algjörlega upp á bak þegar grófust upp eldgömul tíst frá henni og eru gjörsamlega búin að skemma þetta fyrir hana. Það er svona tveggja turna tal í þessum flokki. Þetta er Mikey Madison fyrir Anora og Demi Moore fyrir the Substance. Demi er 62 ára og hefur verið leikkona í 50 ár en hefur í raun aldrei fengið alvöru listræna viðurkenningu sem alvöru leikari. Við sáum hvernig það var hjá Jamie Lee Curtis fyrir Everything Everywhere All at Once árið 2023. Ég væri mjög glöð ef hún ynni,“ segir Dröfn. Mikey Madison og Demi Moore á rauða dreglinum. Hvor þeirra hlýtur verðlaunin, ef önnur þeirra gerir það yfirhöfuð?Vísir/Samsett „Fólk er líka að segja að Fernanda Torres gæti komið á óvart, hún er eitthvað rosa favorite hjá fólki. Þetta er brasilísk mynd og ég held að það séu einhverjir fjórir búnir að sjá hana,“ segir Dröfn. Kvikmyndin I'm Still Here, eða á frummálinu Ainda estou aqui, er brasilísk og tilnefningu Fernöndu fylgir lygileg saga. Þetta er í annað sinn sem brasilísk leikkona er tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki en um aldamótin var Fernanda Montenegro tilnefnd fyrir sinn leik í myndinni Central Station. Fernanda Montenegro er móðir Fernöndu Torres sem tilnefnd er í ár. „Mikey Madison vann BAFTA og myndin vann gullpálmann. Það er mikill meðbyr með þeirri mynd en ég held að Mikey Madison eigi töluvert inni á meðan Demi Moore er kannski ekkert að fara að hlaupa að svona juicy hlutverki aftur.“ Leikstjórn Sean Baker, Anora Brady Corbet, The Brutalist James Mangold, A Complete Unknown Jacques Audiard, Emilia Pérez Coralie Fargeat, The Substance Dröfn segist skjóta á það að Sean Baker hreppi þessi verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er tilnefndur í þessum flokki en hann hefur staðið að myndum á borð við Red Rocket, The Florida Project og Tangerine sem hafa notið mikilla vinsælda ekki síst fyrir einstaka leikstjórn Baker. Sean Baker prúðbúinn í velúrsmóking ásamt Samönthu Quan eiginkonu sinni og samstarfskonu á rauða dreglinum í kvöld.Getty The Brutalist sé einnig líkleg. Hún er rúmlega þriggja og hálfs tíma Hollywood-epík um arkítekt sem flýr Evrópu eftir seinna stríð. Slíkar myndir njóti oft vinsælda akademíumeðlima. Þá vann hún einnig Golden Globe verðlaun fyrir leikstjórn. Besta kvikmynd Anora The Brutalist A Complete Unknown Conclave Dune: Part Two Emilia Perez I'm Still Here Nickel Boys The Substance Wicked Dröfn segist fagna því að tíu myndir séu nú tilnefndar til verðlauna fyrir bestu mynd og að það endurspegli aukinn fjölbreytileika innan bransans. Hún fer þó ekkert í neinar málalengingar með spá sína í flokknum. „Ég held að Anora vinni þetta. Ég skýt á að Anora taki þetta.“ Sean Baker, annar frá vinstri, og Mikey Madison, lengst til hægri, taka við Film Independent Spirit-verðlaunum fyrir myndina Anoru.Getty Hún segir það helst vera The Brutalist og Conclave sem komi til greina sem keppinautar Anoru en er staðföst á því að Sean Baker, Mikey Madison og félagar hreppi stærstu verðlaun kvöldsins. Við spyrjum að leikslokum. „Ég er spennt fyrir rauða dreglinum, spennt að sjá Demi Moore. Ég held að þetta verði skemmtilegur óskar í ár,“ segir Dröfn Ösp. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Stjörnurnar ganga dregilinn rauða klukkan hálf tólf í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður sem býr í Los Angeles og hefur jafnframt lýst hátíðinni þegar hún var í beinni útsendingu á Stöð 2, segir spennandi kvöld framundan. Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Ekkert greypt í stein um úrslit kvöldsins Ýmsir erfiðleikar hafa þó steðjað að kvikmyndabransanum undanfarið ár, iðnaðurinn er enn þá að jafna sig á löngum verkföllum og mannskæðu sinueldarnir sem geysuðu um áramótin settu svip sinn á allt samfélagið í Los Angeles. Þó bendi ýmislegt til þess að kvöldið verði ívið meira spennandi en verðlaunahátíðin í fyrra þar sem næsta lá fyrir að stórmyndin Oppenheimer myndi sópa að sér verðlaununum. „Það er ekki á vísan að róa eins og í fyrra. Það var miklu meira niðurneglt hver væri að fara að vinna. Nú er þetta meira uppi í loftinu,“ segir Dröfn. Kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í þrettán flokkum og er sú mynd sem hlaut flestar tilnefningar. Leikkonan Karla Sofía Gascón er tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni en hún er fyrsta trans konan til að vera tilnefnd. Það þykir þó útséð um sigurlíkur hennar eftir að rykið var dustað af gömlum samfélagsmiðlafærslum hennar þar sem hún viðrar hatursfullar skoðanir í garð múslima og annarra hópa. Fast á hælunum á Emiliu Pérez koma kvikmyndirnar The Brutalist, með óskarsverðlaunahafanum Adrien Brody í aðalhlutverki og Wicked en þær hlutu báðar tíu tilnefningar. A Complete Unknown, ævisöguleg kvikmynd um söngvaskáldið Bob Dylan með Timothée Chalamet í hlutverki goðsagnarinnar, og Conclave, páfagarðsdrama með Ralph Fiennes í aðalhlutverki hlutu átta tilnefningar og svo hlaut Anora, kvikmynd eftir hinn upprennandi Sean Baker, sex tilnefningar. Spjallþáttarstjórnandinn geðþekki veislustýrir Dröfn segir skemmtilegt kvöld framundan og hlakkar einnig mjög til þess að sjá hvernig grínistanum og spjallþáttarstjórnandanum Conan O'Brien tekst að halda uppi stemningunni en hann verður kynnir kvöldsins. „Hann hefur verið hér síðustu viku að vinna í efninu og það hefur víst gengið rosa vel. Ég er rosa spennt. Ég held að hann muni negla þetta,“ segir Dröfn. Leikari í aukahlutverki Yura Borisov, Anora Kieran Culkin, A Real Pain Edward Norton, A Complete Unknown Guy Pearce, The Brutalist Jeremy Strong, The Apprentice Dröfn segir þetta vera flokkurinn sem auðveldast er að spá fyrir um. Hún hefur mikla trú á Kieran Culkin en hann hlaut tilnefningu fyrir leik sinn á móti Jesse Eisenberg í myndinni A Real Pain. Samleikari hans til fleiri ára í hinum geysivinsælu þáttum Succession, Jeremy Strong, er einnig tilnefndur í þessum flokki fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni The Apprentice, sem fjallar um uppgang Donalds Trump Bandaríkjaforseta í viðskiptalífi New York-borgar á níunda áratug síðustu aldar. „Það er tiltölulega niðurneglt. Ég held að Kieran Culkin sé að fara að taka það fyrir A Real Pain. Hann vann SAG-verðlaunin og SAG-verðlaunin eru oft gott merki um hvað muni gerast á óskarnum. Innan SAG eru 160 þúsund manns og meirihlutinn af akademíunni eru í því verkalýðsfélagi,“ segir Dröfn. „Jeremy Strong er tilnefndur líka, vinur hans, sem lék náttúrlega Kendall Roy bróður hans í Succession. Þetta er svolítið skemmtilegur flokkur. Þeir hafa verið opinberlega aðeins að hnýta í hvorn annan. Það verður gaman að sjá þegar hann vinnur, hann verður örugglega með mjög skemmtilega ræðu,“ segir hún. „Edward Norton gæti komið aftan að öllum. Hann hefur verið leikari lengi en hann hefur aldrei unnið.“ Leikkona í aukahlutverki Monica Barbaro, A Complete Unknown Ariana Grande, Wicked Felicity Jones, The Brutalist Isabella Rosellini, Conclave Zoe Saldana, Emilia Pérez Dröfn segir ýmislegt benda til þess að meðleikkona Körlu Sofíu Gascón hreppi hnossið en vill þó spyrja að leikslokum. Dregið gæti til óvæntra tíðinda. Isabella Rossellini rifjaði upp gamla, bláa, flauelstakta.Getty „Zoe Saldana er búin að vinna allt og það lítur út fyrir að hún verði ósigrandi. En, Isabella Rossellini hefur aldrei unnið neitt og er uppáhald fólks hérna í akademíunni. Það slúður er á gólfinu hér að fólk hafi verið að kjósa hana svolítið,“ segir Dröfn. „Hún var aðeins sjö mínútur á skjánum en höfum okkur hæg því við skulum ekki gleyma því að Anthony Hopkins hann vann óskarinn fyrir Silence of the Lambs og hann var líka sirka sjö mínútur á skjánum.“ Leikari í aðalhlutverki Adrien Brody, The Brutalist Timothee Chalamet, A Complete Unknown Colman Domingo, Sing Sing Ralph Fiennes, Conclave Sebastian Stan, The Apprentice Stórir persónuleikar keppast um þessi virtustu verðlaun kvikmyndabransans en eiga þó, eins og gefur að skilja, mismikinn möguleika á sigri. Dröfn segir aðeins þrjá þeirra koma raunverulega til greina. „Sebastian Stan og Colman Domingo, þeir gætu alveg eins sleppt því að mæta. Þeir geta mætt í sætum fötum og fá sér kokteil en það yrði rosalega skrítið ef að þeir tækju þetta. Þetta stendur í rauninni á milli Adrien Brody og Ralph Fiennes. Adrien Brody er búinn að vera að vinna mjög mikið en Ralph Fiennes vann BAFTA þannig hann gæti komið á óvart,“ segir hún. Ralph Fiennes og Adrien Brody keppast um verðlaunin að mati Drafnar.Vísir/Samsett Ralph Fiennes var tilnefndur fyrir leik sinn í kvikmyndinni The English Patient en laut í lægra haldi fyrir hinum ástralska Geoffrey Rush. „Það eina sem gæti verið rosalega skrítið er að Timothée Chalamet vann SAG síðustu helgi. Það er séns að ef Timothée vinnur þá er hann yngri leikari nokkurn tímann til að vinna fyrir besta leik í aðalhlutverki og er þannig að eyðileggja met Adrien Brody því hann var búinn að vera 29 í nokkra daga þegar hann vann fyrir The Pianist.“ Leikkona í aðalhlutverki Cynthia Erivo, Wicked Karla Sofia Gascón, Emilia Perez Mikey Madison, Anora Demi Moore, The Substance Fernanda Torres, I'm Still Here Dröfn segir þennan flokk vandasaman. Karla Sofía Gascón hafi farið inn í óskarsverðlaunatímabilið með klárt forskot en að hún eigi sér varla viðreisnar von að svo búnu máli. Hún haldi þó innilega með Demi Moore. „Aftur gæti Karla Sofía Gascón gæti sleppt því að mæta. Hún skeit algjörlega upp á bak þegar grófust upp eldgömul tíst frá henni og eru gjörsamlega búin að skemma þetta fyrir hana. Það er svona tveggja turna tal í þessum flokki. Þetta er Mikey Madison fyrir Anora og Demi Moore fyrir the Substance. Demi er 62 ára og hefur verið leikkona í 50 ár en hefur í raun aldrei fengið alvöru listræna viðurkenningu sem alvöru leikari. Við sáum hvernig það var hjá Jamie Lee Curtis fyrir Everything Everywhere All at Once árið 2023. Ég væri mjög glöð ef hún ynni,“ segir Dröfn. Mikey Madison og Demi Moore á rauða dreglinum. Hvor þeirra hlýtur verðlaunin, ef önnur þeirra gerir það yfirhöfuð?Vísir/Samsett „Fólk er líka að segja að Fernanda Torres gæti komið á óvart, hún er eitthvað rosa favorite hjá fólki. Þetta er brasilísk mynd og ég held að það séu einhverjir fjórir búnir að sjá hana,“ segir Dröfn. Kvikmyndin I'm Still Here, eða á frummálinu Ainda estou aqui, er brasilísk og tilnefningu Fernöndu fylgir lygileg saga. Þetta er í annað sinn sem brasilísk leikkona er tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki en um aldamótin var Fernanda Montenegro tilnefnd fyrir sinn leik í myndinni Central Station. Fernanda Montenegro er móðir Fernöndu Torres sem tilnefnd er í ár. „Mikey Madison vann BAFTA og myndin vann gullpálmann. Það er mikill meðbyr með þeirri mynd en ég held að Mikey Madison eigi töluvert inni á meðan Demi Moore er kannski ekkert að fara að hlaupa að svona juicy hlutverki aftur.“ Leikstjórn Sean Baker, Anora Brady Corbet, The Brutalist James Mangold, A Complete Unknown Jacques Audiard, Emilia Pérez Coralie Fargeat, The Substance Dröfn segist skjóta á það að Sean Baker hreppi þessi verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er tilnefndur í þessum flokki en hann hefur staðið að myndum á borð við Red Rocket, The Florida Project og Tangerine sem hafa notið mikilla vinsælda ekki síst fyrir einstaka leikstjórn Baker. Sean Baker prúðbúinn í velúrsmóking ásamt Samönthu Quan eiginkonu sinni og samstarfskonu á rauða dreglinum í kvöld.Getty The Brutalist sé einnig líkleg. Hún er rúmlega þriggja og hálfs tíma Hollywood-epík um arkítekt sem flýr Evrópu eftir seinna stríð. Slíkar myndir njóti oft vinsælda akademíumeðlima. Þá vann hún einnig Golden Globe verðlaun fyrir leikstjórn. Besta kvikmynd Anora The Brutalist A Complete Unknown Conclave Dune: Part Two Emilia Perez I'm Still Here Nickel Boys The Substance Wicked Dröfn segist fagna því að tíu myndir séu nú tilnefndar til verðlauna fyrir bestu mynd og að það endurspegli aukinn fjölbreytileika innan bransans. Hún fer þó ekkert í neinar málalengingar með spá sína í flokknum. „Ég held að Anora vinni þetta. Ég skýt á að Anora taki þetta.“ Sean Baker, annar frá vinstri, og Mikey Madison, lengst til hægri, taka við Film Independent Spirit-verðlaunum fyrir myndina Anoru.Getty Hún segir það helst vera The Brutalist og Conclave sem komi til greina sem keppinautar Anoru en er staðföst á því að Sean Baker, Mikey Madison og félagar hreppi stærstu verðlaun kvöldsins. Við spyrjum að leikslokum. „Ég er spennt fyrir rauða dreglinum, spennt að sjá Demi Moore. Ég held að þetta verði skemmtilegur óskar í ár,“ segir Dröfn Ösp.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein