Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand, Johanna Franke og Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifa 3. mars 2025 13:02 Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun