Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar 4. mars 2025 09:47 Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar