Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar 4. mars 2025 09:47 Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun