Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 08:03 Serena Williams hefur fjárfest í nokkrum íþróttafélögum eftir að tennisferlinum lauk. Getty/Lionel Hahn Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams er alls ekki hætt að skipta sér af íþróttum þó að spaðinn sé kominn á hilluna. Hún er nú orðin einn af eigendum nýs körfuboltafélags. Williams, sem vann 23 risamót á sínum ferli, er kominn í eigendahóp Toronto Tempo. Þetta kanadíska lið var stofnað í vetur og verður á næsta ári fyrsta liðið utan Bandaríkjanna til þess að spila í WNBA-deildinni. „Þessi stund snýst ekki bara um körfubolta heldur að sýna hið sanna gildi og getu íþróttakvenna. Ég hef alltaf sagt það að kvennaíþróttir séu ótrúlega gott fjárfestingartækifæri,“ sagði Williams. Eftir að næsta tímabili lýkur í október mun Toronto Tempo, ásamt nýju liði frá Portland, taka þátt í leikmannavali til að fylla í leikmannahóp sinn. Aðaleigandi Toronto Tempo er Kilmer Sports Ventures, undir forystu Larry Tanenbaum, en forseti félagsins er Teresa Resch. „Ég er spennt fyrir því að ganga til liðs við Larry og Kanada allt í að búa til og skrá sögu þessa nýja WNBA-félags,“ sagði hin sigursæla Williams. Í tilkynningu frá Toronto segir að Williams muni meðal annars koma að hönnun á treyjum nýja félagsins og vörum tengdum félaginu. „Serena Williams er goðsögn, fyrirmynd og með kraft til að breyta heiminum,“ sagði Tanenbaum. „Hún hefur unnið fyrir öllum sínum árangri með dugnaði, þrautseigju og ákveðni þrátt fyrir endalausar áskoranir. Hún stendur fyrir nákvæmlega það sem að Tempo á að standa fyrir. Við gætum ekki verið stoltari af því að hafa Serenu í okkar liði,“ sagði Tanenbaum. Williams hefur áður eignast hluta í Miami Dolphins, Angel City FC og Los Angeles Golf Club. WNBA Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Williams, sem vann 23 risamót á sínum ferli, er kominn í eigendahóp Toronto Tempo. Þetta kanadíska lið var stofnað í vetur og verður á næsta ári fyrsta liðið utan Bandaríkjanna til þess að spila í WNBA-deildinni. „Þessi stund snýst ekki bara um körfubolta heldur að sýna hið sanna gildi og getu íþróttakvenna. Ég hef alltaf sagt það að kvennaíþróttir séu ótrúlega gott fjárfestingartækifæri,“ sagði Williams. Eftir að næsta tímabili lýkur í október mun Toronto Tempo, ásamt nýju liði frá Portland, taka þátt í leikmannavali til að fylla í leikmannahóp sinn. Aðaleigandi Toronto Tempo er Kilmer Sports Ventures, undir forystu Larry Tanenbaum, en forseti félagsins er Teresa Resch. „Ég er spennt fyrir því að ganga til liðs við Larry og Kanada allt í að búa til og skrá sögu þessa nýja WNBA-félags,“ sagði hin sigursæla Williams. Í tilkynningu frá Toronto segir að Williams muni meðal annars koma að hönnun á treyjum nýja félagsins og vörum tengdum félaginu. „Serena Williams er goðsögn, fyrirmynd og með kraft til að breyta heiminum,“ sagði Tanenbaum. „Hún hefur unnið fyrir öllum sínum árangri með dugnaði, þrautseigju og ákveðni þrátt fyrir endalausar áskoranir. Hún stendur fyrir nákvæmlega það sem að Tempo á að standa fyrir. Við gætum ekki verið stoltari af því að hafa Serenu í okkar liði,“ sagði Tanenbaum. Williams hefur áður eignast hluta í Miami Dolphins, Angel City FC og Los Angeles Golf Club.
WNBA Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira