Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 20:02 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur þegar ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Vísir/Anton Brink Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Forseti Íslands Rekstur hins opinbera Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Forseti Íslands Rekstur hins opinbera Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira