Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Árni Sæberg skrifar 5. mars 2025 12:05 Halldór Benjamín er forstjóri Heima. Vísir/Vilhelm Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima.
Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira