Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 13:46 James Wade teygði út tunguna og sleikti háls Luke Humphries fyrir viðureign þeirra. Samsett/Getty/Skjáskot Furðulegt og „ógeðslegt“ atvik átti sér stað fyrir leik James Wade og Luke Humphries í átta manna úrslitum Opna breska mótsins í pílukasti og málið gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Wade. Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson. Pílukast Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Sjá meira
Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson.
Pílukast Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Sjá meira