Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Lovísa Arnardóttir skrifar 5. mars 2025 15:04 Frá vinstri: Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM, Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna. Þau segja í yfirlýsingu sinni að í stað þess að leggja regluna af ætti að víkka þessa reglu út þannig hún gilti einnig á almennum markaði. Þannig sé það á öðrum Norðurlöndum. Formaður BHM sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að engir útreikningar væru að baki tillögum hópsins um opinbera starfsmenn. Fjallað er um það sömuleiðis í sameiginlegu yfirlýsingunni. „Undanfarin ár hafa sérhagsmunahópar atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði gert þá kröfu að ákvæði um áminningu verði fellt brott úr starfsmannalögum. Meginröksemdirnar hafa verið að jafna þurfi réttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og auka hagkvæmni í ríkisrekstri. Þessum kröfum hafa hins vegar ekki fylgt útreikningar eða greiningar á ætluðum sparnaði, sem veldur því að tillögurnar hafa ekki þótt trúverðugar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að opinberar stofnanir glími við margs konar vanda. Það sé mikil starfsmannavelta, hár meðalaldur og lítil nýliðun. Þá glími þau einnig við mikla veikindafjarveru og manneklu á sama tíma og aukning er að vera á störfum í umönnun vegna, meðal annars, öldrunar þjóðarinnar. „Ljóst er að vandinn sem felst í skorti á starfsfólki mun bara aukast eftir því sem tíminn líður og sá skortur er kostnaðarsamur fyrir samfélagið allt.“ Þau segja eðlilegt, í ljósi tillagnanna, að spyrja hvort ríkisstjórnin ætli að horfa framan í hóp opinberra starfsmanna og segja þeim að „mikilvægasta verkefnið fram undan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum.“ „Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar,“ segir að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þau segja í yfirlýsingu sinni að í stað þess að leggja regluna af ætti að víkka þessa reglu út þannig hún gilti einnig á almennum markaði. Þannig sé það á öðrum Norðurlöndum. Formaður BHM sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að engir útreikningar væru að baki tillögum hópsins um opinbera starfsmenn. Fjallað er um það sömuleiðis í sameiginlegu yfirlýsingunni. „Undanfarin ár hafa sérhagsmunahópar atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði gert þá kröfu að ákvæði um áminningu verði fellt brott úr starfsmannalögum. Meginröksemdirnar hafa verið að jafna þurfi réttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og auka hagkvæmni í ríkisrekstri. Þessum kröfum hafa hins vegar ekki fylgt útreikningar eða greiningar á ætluðum sparnaði, sem veldur því að tillögurnar hafa ekki þótt trúverðugar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að opinberar stofnanir glími við margs konar vanda. Það sé mikil starfsmannavelta, hár meðalaldur og lítil nýliðun. Þá glími þau einnig við mikla veikindafjarveru og manneklu á sama tíma og aukning er að vera á störfum í umönnun vegna, meðal annars, öldrunar þjóðarinnar. „Ljóst er að vandinn sem felst í skorti á starfsfólki mun bara aukast eftir því sem tíminn líður og sá skortur er kostnaðarsamur fyrir samfélagið allt.“ Þau segja eðlilegt, í ljósi tillagnanna, að spyrja hvort ríkisstjórnin ætli að horfa framan í hóp opinberra starfsmanna og segja þeim að „mikilvægasta verkefnið fram undan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum.“ „Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar,“ segir að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira