„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:48 Mikael Nikulásson er ekki hrifinn af því sem er í gangi í Keflavík þar sem Íslendingarnir eru settir til hliðar. Hér má sjá Igor Maric og NBA leikmanninn Ty-Shon Alexander. Vísir/Hulda Margrét Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima. „Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira