Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2025 20:44 Flugvélin var við það að snerta flugbrautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu hreyflunum fullt afl. Egill Aðalsteinsson Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43
Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30