Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 08:41 Einar Þorsteinsson segir sorglegt að nýr meirihluti ætli ekki að ganga til samstarfs við Alvotech, eða önnur fyritæki, um uppbyggingu leikskóla. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil. Fram kom í fréttum í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði sem borgarstjóri og fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar er forsætisráðherra með um 2,8 milljónir í laun og forseti Íslands með 3,9 milljónir. „Það sem er óvenjulegt við laun núverandi borgarstjóra er að hann gegnir formennsku í stjórn sambandsins og þar eru dálítið há laun fyrir stjórnarformennskuna,“ segir Einar og að það sé líka gríðarleg vinna. Einar fór yfir launamálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg hægt að hafa skoðun á því að fólk eigi ekki að hafa svona há laun og nefnir borgarstjóra, forsætisráðherra og forseta Íslands. Það verði þó á sama tíma að líta til þess að til þessa fólks eru gerðar miklar kröfur. „Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta,“ segir Einar. Mikilvægt að sitja í stjórn Slökkviliðs Hann fór aðeins yfir hlutverk borgarstjóra, og annarra bæjarstjóra, í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin reki slökkviliðið og fari fyrir það á þessum fundum auk almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Einar segir þetta skipta miklu máli. Einar ræddi einnig leikskólamálin í Bítinu en tilkynnt var í vikunni að nýr meirihluti í Reykjavík ætli ekki að styðja við uppbyggingu nýrra leikskóla innan vinnustaða Alvotech er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hafið samstarf við borgina um byggingu nýrra leikskóla. Einar sagði Arion einnig stefna að uppbyggingu dagforeldraúrræðis og Landspítalinn hafi sýnt þessu samstarfi áhuga. Einar sagði hugmyndina að helmingur barnanna á til dæmis leikskólanum sem Alvotech ætlar að byggja ætti að vera frá Reykjavík, því hverfi sem leikskólinn er í, og hinn helmingurinn börn starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið legði til leikskólann sjálfan, húsnæðið og aðstöðuna, en Reykjavík hefði svo borgað með hverju barni eins og það gerir í öðrum leikskólum, einkareknum og þeim sem þau reka sjálf. „Þetta var okkar leið til að skjóta fleiri stoðum og prófa eitthvað nýtt,“ segir Einar og að það hafi ekki verið hagnaðarsjónarmið að baki þessu. Fyrirtækin væru að leggja orðspor sitt undir í þessu verkefni. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta sé ljóst að þau myndu ekki fá greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. „Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Einar og að nýr meirihluti þurfi að svara foreldrum „af hverju þau eru ekki tilbúin að taka í útrétta hönd“. Hann segist hafa tekið leikskólamálin í sínar hendur þegar hann tók við sem borgarstjóri, því hann taldi þetta ganga of hægt, þau hafi búið til plan um einingahús á lóðum þar sem eru leikskólar fyrir. „Þetta plan er tímasett, tilbúið og fjármagnað og er á fullum gangi,“ segir Einar en að þó það verði fullklárað við lok kjörtímabils verði enn 300 börn á biðlista við lok þess. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Alvotech Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Bítið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði sem borgarstjóri og fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar er forsætisráðherra með um 2,8 milljónir í laun og forseti Íslands með 3,9 milljónir. „Það sem er óvenjulegt við laun núverandi borgarstjóra er að hann gegnir formennsku í stjórn sambandsins og þar eru dálítið há laun fyrir stjórnarformennskuna,“ segir Einar og að það sé líka gríðarleg vinna. Einar fór yfir launamálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg hægt að hafa skoðun á því að fólk eigi ekki að hafa svona há laun og nefnir borgarstjóra, forsætisráðherra og forseta Íslands. Það verði þó á sama tíma að líta til þess að til þessa fólks eru gerðar miklar kröfur. „Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta,“ segir Einar. Mikilvægt að sitja í stjórn Slökkviliðs Hann fór aðeins yfir hlutverk borgarstjóra, og annarra bæjarstjóra, í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin reki slökkviliðið og fari fyrir það á þessum fundum auk almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Einar segir þetta skipta miklu máli. Einar ræddi einnig leikskólamálin í Bítinu en tilkynnt var í vikunni að nýr meirihluti í Reykjavík ætli ekki að styðja við uppbyggingu nýrra leikskóla innan vinnustaða Alvotech er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hafið samstarf við borgina um byggingu nýrra leikskóla. Einar sagði Arion einnig stefna að uppbyggingu dagforeldraúrræðis og Landspítalinn hafi sýnt þessu samstarfi áhuga. Einar sagði hugmyndina að helmingur barnanna á til dæmis leikskólanum sem Alvotech ætlar að byggja ætti að vera frá Reykjavík, því hverfi sem leikskólinn er í, og hinn helmingurinn börn starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið legði til leikskólann sjálfan, húsnæðið og aðstöðuna, en Reykjavík hefði svo borgað með hverju barni eins og það gerir í öðrum leikskólum, einkareknum og þeim sem þau reka sjálf. „Þetta var okkar leið til að skjóta fleiri stoðum og prófa eitthvað nýtt,“ segir Einar og að það hafi ekki verið hagnaðarsjónarmið að baki þessu. Fyrirtækin væru að leggja orðspor sitt undir í þessu verkefni. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta sé ljóst að þau myndu ekki fá greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. „Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Einar og að nýr meirihluti þurfi að svara foreldrum „af hverju þau eru ekki tilbúin að taka í útrétta hönd“. Hann segist hafa tekið leikskólamálin í sínar hendur þegar hann tók við sem borgarstjóri, því hann taldi þetta ganga of hægt, þau hafi búið til plan um einingahús á lóðum þar sem eru leikskólar fyrir. „Þetta plan er tímasett, tilbúið og fjármagnað og er á fullum gangi,“ segir Einar en að þó það verði fullklárað við lok kjörtímabils verði enn 300 börn á biðlista við lok þess.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Alvotech Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Bítið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira