Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. mars 2025 15:04 Fjöruverðlaunin 2025 afhent í Höfða. Frá vinstri: Ingunn Ásdísardóttir, Rán Flyering og Birgitta Björg Guðmarsdóttir. Róbert Reynisson Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Rán Flygenring voru verðlaunaðar í þremur ólíkum flokkum. Verðlaunin voru veitt í nítjánda sinn í dag og í tíunda sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna. Nýr borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir bauð gesti velkomna og fengu verðlaunahafar verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu. Heit mold, jötnar og Tjörnin Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur var verðlaunuð í flokki fagurbókmennta. Í rökstuðningi dómnefndar sagði að Birgitta Björg slái „nýjan og forvitnilegan bókmenntatón“. Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi eftir Ingunni Ásdísardóttur var verðlaunuð í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. „Bókin dregur fram hve lifandi vísindi þjóðararfurinn er og færir bæði fróðleiksfúsum aðgengilegt efni og leggur til málanna í rannsóknarheimi norrænnar goðafræði,“ sagði meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Tjörnin eftir Rán Flygenring var síðan verðlaunuð í flokki barna- og unglingabókmennta. „Tjörnin er fallegt og fyndið listaverk en líka skemmtileg og fræðandi saga,“ sagði meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jötnar hundvísir, Tjörnin og Moldin heit voru verðlaunaðar á Fjöruverðlaununum árið 2025.Forlagið/Bókatíðindi Níu dómarar Alls sátu níu manns í dómnefndnunum þremur, þrír í hverri nefnd. Í dómnefnd fagurbókmennta sátu Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari; Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari. Í dómnefnd fræðibóka og rita almenns eðlis sátu Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur; Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisfræðingur og Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor í bókmenntafræði Í dómnefnd barna- og unglingabókmennta sátu Guðlaug Richter, íslenskufræðingur; Helga Birgisdóttir, lektor í íslensku og Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur. Bókmenntir Íslensk tunga Reykjavík Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verðlaunin voru veitt í nítjánda sinn í dag og í tíunda sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna. Nýr borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir bauð gesti velkomna og fengu verðlaunahafar verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu. Heit mold, jötnar og Tjörnin Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur var verðlaunuð í flokki fagurbókmennta. Í rökstuðningi dómnefndar sagði að Birgitta Björg slái „nýjan og forvitnilegan bókmenntatón“. Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi eftir Ingunni Ásdísardóttur var verðlaunuð í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. „Bókin dregur fram hve lifandi vísindi þjóðararfurinn er og færir bæði fróðleiksfúsum aðgengilegt efni og leggur til málanna í rannsóknarheimi norrænnar goðafræði,“ sagði meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Tjörnin eftir Rán Flygenring var síðan verðlaunuð í flokki barna- og unglingabókmennta. „Tjörnin er fallegt og fyndið listaverk en líka skemmtileg og fræðandi saga,“ sagði meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jötnar hundvísir, Tjörnin og Moldin heit voru verðlaunaðar á Fjöruverðlaununum árið 2025.Forlagið/Bókatíðindi Níu dómarar Alls sátu níu manns í dómnefndnunum þremur, þrír í hverri nefnd. Í dómnefnd fagurbókmennta sátu Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari; Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari. Í dómnefnd fræðibóka og rita almenns eðlis sátu Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur; Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisfræðingur og Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor í bókmenntafræði Í dómnefnd barna- og unglingabókmennta sátu Guðlaug Richter, íslenskufræðingur; Helga Birgisdóttir, lektor í íslensku og Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur.
Bókmenntir Íslensk tunga Reykjavík Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira