Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2025 11:41 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir fækkun hæstaréttardómara, líkt og hagræðingarhópur hefur lagt til við ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir því að dómurum við Hæstarétt verði fækkað, líkt og hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til. Aðrar tillögur sem snúa að málefnasviði dómsmálaráðuneytisins falla ráðherra betur í geð. Eina af 60 tillögum sem hagræðingarhópur skilaði af sér til ríkisstjórnar fólst í því að Hæstaréttardómurum yrði fækkað úr sjö í fimm, og hagræðing með aðgerðinni metin hundrað milljónir króna á árunum 2026 til 2030. Hlutverk Hæstaréttar vissulega breytt Benedikt Bogason, forseti réttarins, sagði í fréttum okkar í gær að slík fækkun væri af og frá, fjöldi dómara við Hæstarétt eftir tilkomu Landsréttar árið 2018 hafi verið ákveðinn að vel athuguðu máli. Vanvirðing fælist í því að leggja tillöguna fram án samráðs við Hæstarétt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir vissulega rétt að Hæstiréttur hafi breytt hlutverk eftir stofnun Landsréttar. „Það er auðvitað þannig að í ákveðnum málum getur komið til þess að dómarar þurfi að vera sjö, þannig að ég sé nú ekki fyrir mér að þetta sé að breytast,“ segir Þorbjörg Sigríður. Áttu þá við að þú sjáir ekki fyrir þér að þessi tillaga nái fram að ganga? „Þetta eru auðvitað tillögur sem koma fram í þessum hópi, þetta eru ekki tillögur frá dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna þessum tillögum, þarna eru til dæmis tillögur um að fækka eigi sýslumannsembættum, ég hef lagt fram frumvarp um það. En ég sé í fljótu bragði ekki rökin fyrir því að fækka dómurum Hæstaréttar, nei.“ Líst vel á aðrar tillögur Þorbjörg segir að sér lítist þó vel á fleiri tillögur hópsins. „Þarna er tekið til skoðunar hvort eigi að breyta útfærslum á jafnlaunavottun. Það finnst mér vel geta komið til greina, til þess að einfalda fyrirtækjum að mæta þessum jafnréttissjónarmiðum, ég er opin fyrir því.“ Nú sé það verkefni hvers ráðherra að skoða tillögurnar ítarlega og taka afstöðu til þeirra. „En eins og ég segi: Hæstiréttur er ýmist skipaður fimm eða sjö dómurum. Því verður ekki svo auðveldlega breytt og ég hef ekki í hyggju að beita mér fyrir slíkum breytingum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Eina af 60 tillögum sem hagræðingarhópur skilaði af sér til ríkisstjórnar fólst í því að Hæstaréttardómurum yrði fækkað úr sjö í fimm, og hagræðing með aðgerðinni metin hundrað milljónir króna á árunum 2026 til 2030. Hlutverk Hæstaréttar vissulega breytt Benedikt Bogason, forseti réttarins, sagði í fréttum okkar í gær að slík fækkun væri af og frá, fjöldi dómara við Hæstarétt eftir tilkomu Landsréttar árið 2018 hafi verið ákveðinn að vel athuguðu máli. Vanvirðing fælist í því að leggja tillöguna fram án samráðs við Hæstarétt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir vissulega rétt að Hæstiréttur hafi breytt hlutverk eftir stofnun Landsréttar. „Það er auðvitað þannig að í ákveðnum málum getur komið til þess að dómarar þurfi að vera sjö, þannig að ég sé nú ekki fyrir mér að þetta sé að breytast,“ segir Þorbjörg Sigríður. Áttu þá við að þú sjáir ekki fyrir þér að þessi tillaga nái fram að ganga? „Þetta eru auðvitað tillögur sem koma fram í þessum hópi, þetta eru ekki tillögur frá dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna þessum tillögum, þarna eru til dæmis tillögur um að fækka eigi sýslumannsembættum, ég hef lagt fram frumvarp um það. En ég sé í fljótu bragði ekki rökin fyrir því að fækka dómurum Hæstaréttar, nei.“ Líst vel á aðrar tillögur Þorbjörg segir að sér lítist þó vel á fleiri tillögur hópsins. „Þarna er tekið til skoðunar hvort eigi að breyta útfærslum á jafnlaunavottun. Það finnst mér vel geta komið til greina, til þess að einfalda fyrirtækjum að mæta þessum jafnréttissjónarmiðum, ég er opin fyrir því.“ Nú sé það verkefni hvers ráðherra að skoða tillögurnar ítarlega og taka afstöðu til þeirra. „En eins og ég segi: Hæstiréttur er ýmist skipaður fimm eða sjö dómurum. Því verður ekki svo auðveldlega breytt og ég hef ekki í hyggju að beita mér fyrir slíkum breytingum,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45