Tveir níu pílna leikir á sama kvöldinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 10:32 Rob Cross og Luke Humphries náðu báðir níu pílna leik á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. getty/Zac Goodwin Svokallaðir níu pílna leikir sjást ekki oft en að tveir slíkir komi á sama kvöldinu er afar sjaldgæft. En það gerðist á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílu í gær. Heimsmeistarinn Luke Littler stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Nathan Aspinall í úrslitaleiknum, 6-3. Rob Cross og Luke Humphries stálu hins vegar senunni með tveimur níu pílna leikjum. Til glöggvunar þá er níu pílna leikur það þegar keppendur taka út 501, upphafstöluna í hverjum legg, með aðeins níu pílum. Í viðureigninni gegn Cross í átta manna úrslitunum náði Humphries níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-4. Þetta var fyrsti níu pílna leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Í undanúrslitunum mætti Cross Aspinall og náði þá sjálfur níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-5. Níu pílna leikina má sjá hér fyrir neðan. NINE-DARTER FROM HUMPHRIES!!!!LUKE HUMPHRIES STRIKES PERFECT IN BRIGHTON!!! INCREDIBLE SCENES!!! 📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/dJB92w23jj— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 CROSS COMPLETES THE NINE-DARTER!THAT IS ASTONISHING!After being on the receiving end of a nine-darter against Luke Humphries earlier in the night, Cross achieves perfection against Nathan Aspinall!📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/Ug8YREAtdK— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 Cross og Humphries fengu báðir gullpílur frá styrktaraðila úrvalsdeildarinnar, BetMGM, fyrir að ná níu pílna leikjunum. Gullpílurnar eru metnar á þrjátíu þúsund pund, eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Eftir fyrstu fimm keppniskvöldin er Humphries efstur í úrvalsdeildinni með fimmtán stig. Littler kemur þar á eftir með þrettán stig. Næsta keppniskvöld verður í Nottingham á fimmtudaginn í næstu viku. Pílukast Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Luke Littler stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Nathan Aspinall í úrslitaleiknum, 6-3. Rob Cross og Luke Humphries stálu hins vegar senunni með tveimur níu pílna leikjum. Til glöggvunar þá er níu pílna leikur það þegar keppendur taka út 501, upphafstöluna í hverjum legg, með aðeins níu pílum. Í viðureigninni gegn Cross í átta manna úrslitunum náði Humphries níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-4. Þetta var fyrsti níu pílna leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Í undanúrslitunum mætti Cross Aspinall og náði þá sjálfur níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-5. Níu pílna leikina má sjá hér fyrir neðan. NINE-DARTER FROM HUMPHRIES!!!!LUKE HUMPHRIES STRIKES PERFECT IN BRIGHTON!!! INCREDIBLE SCENES!!! 📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/dJB92w23jj— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 CROSS COMPLETES THE NINE-DARTER!THAT IS ASTONISHING!After being on the receiving end of a nine-darter against Luke Humphries earlier in the night, Cross achieves perfection against Nathan Aspinall!📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/Ug8YREAtdK— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 Cross og Humphries fengu báðir gullpílur frá styrktaraðila úrvalsdeildarinnar, BetMGM, fyrir að ná níu pílna leikjunum. Gullpílurnar eru metnar á þrjátíu þúsund pund, eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Eftir fyrstu fimm keppniskvöldin er Humphries efstur í úrvalsdeildinni með fimmtán stig. Littler kemur þar á eftir með þrettán stig. Næsta keppniskvöld verður í Nottingham á fimmtudaginn í næstu viku.
Pílukast Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira