Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 8. mars 2025 07:31 Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Jafnréttismál Þjóðkirkjan Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar